Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2014 22:09 Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?