Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2014 22:09 Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs. Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs.
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira