Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2014 22:09 Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira