Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2014 22:09 Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. Fyrri skattar með sama markmiði hafa allir orðið bandorminum að bráð, síðast fyrir þremur dögum, og reynslan sýnir að það verða örlög flestra slíkra eyrnamerktra skatta. Það var árið 1976 sem lögfest var að Fríhöfnin í Keflavík skyldi greiða til ferðamálaráðs tíu prósent af árlegri vörusölu og átti að nota peningana til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Skemmst er frá því að segja að það var bara í eitt ár sem framlagið fékkst óskert. Bandormurinn sá til þess að megnið færi í ríkissjóð og svo fór að lokum að nánast engu var varið til að bæta aðstöðu ferðamanna. Til að skoða hverslags fyrirbæri hér er á ferðinni má rifja upp að í Vestmannaeyjagosinu 1973 hækkaði ríkisstjórnin söluskatt um 2 prósentustig til endurreisnar á Heimaey. Þegar henni lauk var ákveðið að skatturinn skyldi bara halda áfram og renna framvegis í ríkissjóð. Svo var bíleigendum sagt að leggja ætti sérstakan aukaskatt á bensín til að kosta átak í vegagerð, klára hringveginn og svo framvegis. Bróðurparturinn fór til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs. Skattrán sagði FÍB árið 1977, og síðan hafa bensínskattarnir bara þyngst, án þess að vegaframkvæmdir fylgi með. Þjóðarbókhlöðuskatturinn er kannski sá eini af þessu tagi sem skattgreiðendur hafa losnað við en hann hélst samt í tíu ár eftir að búið var að byggja húsið. Ráðamenn hafa notað bandorminn svokallaða, lagabálk í ótal liðum, til að klípa af flestum eyrnamerktum sköttum, eða gleypa í heilu lagi, og þeir eru sko alls ekki hættir. Síðustu daga hafa menn rifjað upp útvarpsgjaldið og einnig sérstaka hækkun tryggingagjalds í hruninu til að mæta átta prósenta atvinnuleysi. Þótt atvinnulausum hafi núna fækkað niður í þrjú prósent lækkar skatturinn ekki að sama skapi. Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum, núna í vikunni á síðasta degi fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög. Sagan segir okkur samt að skattar, sem byrja sem fagrar umbúðir um göfug markmið, hafa sterka tilhneigingu til að verða ný skattheimta í þágu ríkissjóðs.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira