Innlent

Bjóða í skordýraleiðangur í Elliðaárdal

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Margt býr undir laufinu í Elliðaárdal.
Margt býr undir laufinu í Elliðaárdal. Fréttablaðið/GVA
Áhugafólk um skordýr getur á fimmtudagskvöld kynnst heimi þeirra í návígi. Þá munu tveir prófessorar við Háskóla Íslands leiða göngu í Elliðaárdal.



„Skordýr eru án efa fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár,“ segir í tilkynningu þar sem áhugasamir eru hvattir til að mæta klukkan sjö á fimmtudagskvöld við Rafstöðina við Elliðaár. „Göngumenn eru hvattir til að taka með sér stækkunargler.“

Um er að ræða hlut af samvinnuverkefni Ferðafélags Íslands og Háskólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×