Innlent

Meirihluti myndaður í Dalvíkurbyggð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bjarni og Gunnþór undirrituðu málefnasamninginn við friðartré í skógreitnum Bögg.
Bjarni og Gunnþór undirrituðu málefnasamninginn við friðartré í skógreitnum Bögg. mynd/dbl.is
B-listi Framsóknar og óháðra og D-listi Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra skrifuðu í dag undir málefnasamning um myndun nýs meirihluta í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.  Bjarni Th. Bjarnason verður ráðinn sveitarstjóri.

Listarnir hafa samanlagt fimm af sjö fulltrúum í sveitarstjórn og að baki sér 69,5 prósent atkvæða eftir sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí.

Framboðin hafa gert með sér málefna- og samstarfssamning sem lagður verður fram og undirritaður á fyrsta fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður á miðvikudag í næstu viku.

Gunnþór E. Gunnþórsson, oddviti D-listans, verður formaður byggðaráðs og forseti sveitarstjórnar verður Heiða Hilmarsdóttir af B-lista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×