Stjörnurnar sem vert er að fylgjast með Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2014 10:30 Barkhad Abdi. Vísir/Getty Kvikmyndirnar American Hustle og Gravity hlutu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna sem tilkynntar voru eftir hádegi í gær í Los Angeles. Þær hlutu tíu tilnefningar hvor. 12 Years a Slave hlaut níu tilnefningar en myndirnar Captain Phillips, Dallas Buyers Club, Her, Nebraska, Philomena og The Wolf of Wall Street eru einnig tilnefndar sem besta myndin. Það kemur helst á óvænt að nokkrir leikarar og leikkonur sem áttu stórleik á síðasta ári fengu ekki tilnefningar. Þar ber helst að nefna Opruh Winfrey í The Butler, Robert Redford í All Is Lost, Emmu Thompson í Saving Mr. Banks, Tom Hanks og Paul Greengrass í Captain Phillips, Scarlett Johansson fyrir Her, og James Gandolfini heitinn í Enough Said. Barkhad Abdi er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Captain Phillips og Lupita Nyong‘o sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir 12 Years a Slave. Þau voru bæði tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn og eru klárlega stjörnur sem vert er að fylgjast með á næstunni. Barkhad leikur sómalískan sjóræningja í Captain Phillips og fékk hlutverkið eftir að hafa sótt áheyrnarprufur fyrir myndina. Áður hafði hann fengist við að skjóta tónlistarmyndbönd og aðeins fiktað við leikstjórn í Minnesota þar sem hann býr en helstu tekjur sínar fékk hann þó fyrir að keyra limmósínu. Saga hans í Hollywood hefur verið ævintýri líkust og var hann einnig tilnefndur til SAG-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína sem sjóræninginn frá Sómalíu. Hann hefur nú ráðið sér umboðsmann í Hollywood og leitar að nýjum, spennandi hlutverkum í kvikmyndabransanum.Lupita Nyong‘o.Lupita Nyong‘o á foreldra frá Kenýa en fæddist í Mexíkó. Hún er því fyrsta manneskjan af kenýskum og mexíkóskum uppruna til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Faðir hennar, Peter Anyang‘ Nyong‘o, er pólitískur leiðtogi í Kenýa og eyddi Lupita því barnæskunni í sviðsljósinu. Lupita vann sem aðstoðarmaður í myndinni The Constant Gardener með Ralph Fiennes og Rachel Weisz og var hluti af tökuliðinu í tvo mánuði. Á tökustað fékk hún ráð frá Ralph sem sagði henni að hún ætti bara að verða leikkona ef hún gæti ekki lifað án þess. Leikstjórinn Steve McQueen fékk þúsund konur í prufur fyrir hlutverkið sem Lupita fékk í 12 Years a Slave. Lupita landaði hlutverkinu, sem er hennar fyrsta, þegar hún var nýútskrifuð af leiklistarbrautinni í Yale-háskóla. Næsta verkefni hennar er hasarmyndin Non-Stop með Liam Neeson og Julianne Moore sem verður frumsýnd 28. febrúar. Golden Globes Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndirnar American Hustle og Gravity hlutu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna sem tilkynntar voru eftir hádegi í gær í Los Angeles. Þær hlutu tíu tilnefningar hvor. 12 Years a Slave hlaut níu tilnefningar en myndirnar Captain Phillips, Dallas Buyers Club, Her, Nebraska, Philomena og The Wolf of Wall Street eru einnig tilnefndar sem besta myndin. Það kemur helst á óvænt að nokkrir leikarar og leikkonur sem áttu stórleik á síðasta ári fengu ekki tilnefningar. Þar ber helst að nefna Opruh Winfrey í The Butler, Robert Redford í All Is Lost, Emmu Thompson í Saving Mr. Banks, Tom Hanks og Paul Greengrass í Captain Phillips, Scarlett Johansson fyrir Her, og James Gandolfini heitinn í Enough Said. Barkhad Abdi er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Captain Phillips og Lupita Nyong‘o sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir 12 Years a Slave. Þau voru bæði tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn og eru klárlega stjörnur sem vert er að fylgjast með á næstunni. Barkhad leikur sómalískan sjóræningja í Captain Phillips og fékk hlutverkið eftir að hafa sótt áheyrnarprufur fyrir myndina. Áður hafði hann fengist við að skjóta tónlistarmyndbönd og aðeins fiktað við leikstjórn í Minnesota þar sem hann býr en helstu tekjur sínar fékk hann þó fyrir að keyra limmósínu. Saga hans í Hollywood hefur verið ævintýri líkust og var hann einnig tilnefndur til SAG-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína sem sjóræninginn frá Sómalíu. Hann hefur nú ráðið sér umboðsmann í Hollywood og leitar að nýjum, spennandi hlutverkum í kvikmyndabransanum.Lupita Nyong‘o.Lupita Nyong‘o á foreldra frá Kenýa en fæddist í Mexíkó. Hún er því fyrsta manneskjan af kenýskum og mexíkóskum uppruna til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Faðir hennar, Peter Anyang‘ Nyong‘o, er pólitískur leiðtogi í Kenýa og eyddi Lupita því barnæskunni í sviðsljósinu. Lupita vann sem aðstoðarmaður í myndinni The Constant Gardener með Ralph Fiennes og Rachel Weisz og var hluti af tökuliðinu í tvo mánuði. Á tökustað fékk hún ráð frá Ralph sem sagði henni að hún ætti bara að verða leikkona ef hún gæti ekki lifað án þess. Leikstjórinn Steve McQueen fékk þúsund konur í prufur fyrir hlutverkið sem Lupita fékk í 12 Years a Slave. Lupita landaði hlutverkinu, sem er hennar fyrsta, þegar hún var nýútskrifuð af leiklistarbrautinni í Yale-háskóla. Næsta verkefni hennar er hasarmyndin Non-Stop með Liam Neeson og Julianne Moore sem verður frumsýnd 28. febrúar.
Golden Globes Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira