Alnafni Gunnars Nelson er fjölhæfur tónlistarmaður Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 14:30 Gunnar hinn íslenski til vinstri og hinn bandaríski til hægri. vísir/getty Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty
Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið