Alnafni Gunnars Nelson er fjölhæfur tónlistarmaður Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 14:30 Gunnar hinn íslenski til vinstri og hinn bandaríski til hægri. vísir/getty Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty
Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira