Innlent

Íslenska ríkið tapaði þremur málum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ríkið þarf að greiða málskostnað í öllum þremur málunum.
Ríkið þarf að greiða málskostnað í öllum þremur málunum.
Stjórnvöld biðu lægri hlut í þremur dómsmálum fyrir EFTA-dómstólnum. Sneru brot ríkisins að því að hafa ekki innleitt reglur EES-samningsins innan tilskilins frests. Þá þarf ríkið að greiða málskostnað í öllum þremur málunum.

Dómarnir voru birtir á heimasíðu EFTA-dómstólsins í dag. Í einu málinu sneru reglurnar að innleiðingu að kerfis sem ber kennsl á eða rekur sprengiefni ætlað í iðnaði.

Í öðru málinu var um að ræða reglur er snúa að mengun af völdum skipa og sektarkerfi séu þær reglur brotnar.

Í þriðja og síðasta málinu höfðu ekki verið innleiddar reglur er snúa að verklagi til að sinna upplýsingagjöf í fyrirtækjum með yfir eitt þúsund starfsmenn í ríkjum á EES-svæðinu og fyrirtækjum með yfir 150 starfsmenn í fleiri en tveimur ríkjum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×