Innlent

800 hermenn í einangrun vegna ebólusmits

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega fjögur þúsund manns hafa látið lífið í ebólufaraldrinum síðustu mánuði.
Rúmlega fjögur þúsund manns hafa látið lífið í ebólufaraldrinum síðustu mánuði. Vísir/AFP
Átta hundruð síerraleónskum hermönnum hefur verið komið fyrir í einangrun eftir að einn hermannanna greindist með ebólu. Herdeildin var á leið til Sómalíu til að sinna friðargæsluverkefnum en för hennar hefur nú verið frestað.

Í frétt Reuters kemur fram að hermennirnir voru á leið til Sómalíu til að starfa að friðargæsluverkefni Afríkusambandsins, AMISOM. Búist er við að hermönnunum verði haldið i einangrun í 21 dag.

Rúmlega fjögur þúsund manns hafa látið lífið í ebólufaraldrinum frá því að hann braust út í mars síðastliðinn. Flestir hafa látist í Líberíu, Síerra Leóne, Gíneu og Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×