Átta dómar fallið gegn Íslandi síðastliðinn áratug Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2014 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að kanna þurfi hvort Íslendingar eigi að eiga aðild að dómstólnum. Nordicphotos/AFP Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dómstólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska ríkinu, og þar sem hann finnur brotalamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að.jón Steinar GunnlaugssonVill skoða að hætta samstarfi við Mannréttindadómstólinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir málafjöldann sem liggur fyrir dómstólnum standa honum fyrir þrifum. „Við Íslendingar höfum verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæstaréttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniðurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæstaréttar. Benti Ólafur Börkur einmitt á lög um Mannréttindasáttmála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rökstuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þessum hætti,“ segir Jón Steinar. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dómstólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska ríkinu, og þar sem hann finnur brotalamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að.jón Steinar GunnlaugssonVill skoða að hætta samstarfi við Mannréttindadómstólinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir málafjöldann sem liggur fyrir dómstólnum standa honum fyrir þrifum. „Við Íslendingar höfum verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæstaréttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniðurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæstaréttar. Benti Ólafur Börkur einmitt á lög um Mannréttindasáttmála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rökstuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þessum hætti,“ segir Jón Steinar.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira