Tveggja Skittles-poka sigur meistaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 10:30 Marshawn Lynch hleypur með boltann í endamarkið. vísir/getty Nýtt tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hófst í nótt þegar meistarar Seattle Seahawks tóku á móti Green Bay Backers, en báðum liðum er spáð góðu gengi í ár. Meistarar Seahawks sýndu af hverju Vince Lombardi-bikarinn er geymdur í Seattle þetta árið, en þeir litu fáránlega vel út og gjörsamlega straujuðu Packers-liðið, 36-16. Green Bay var yfir eftir fyrsta leikhluta, 7-3, og virtist ætla að stríða Seahawks á heimavelli, en ríkjandi meisturum hefur gengið bölvanlega að vinna í fyrsta leik nýs tímabils undanfarinn áratug. En heimamenn, með hlauparann MarshawnLynch í fantaformi, sneru taflinu við og skoraðu tvö snertimörk í öðrum leikhluta og tvö í þeim síðasta.Russell Wilson var mjög góður í nótt.vísir/gettyHin frábæra vörn liðsins datt einnig almennilega í gang og neyddi gestina meira að segja til að skora sjálfsmark í þriðja leikhluta. Það gekk flest allt upp hjá Seahawks sem virðist líklegt til þess að verja titilinn. Hlauparinn Lynch, sem fær sér gotteríið Skittles eftir hvert snertimark, gat leyft sér tvær lúkur í nótt því hann skoraði tvö snertimörk auk þess sem hann hljóp með boltann 110 metra. Stórleikur hjá manninum sem kallaður er Beast Mode.Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kláraði 19 sendingar af 28 sem skiluðu 191 kastmetrum og tveimur snertimörkum. Hinn magnaði AronRodgers, kollegi hans í Green Bay-liðinu, kláraði 23 sendingar af 33 sem skiluðu 189 metrum og einu snertimarki. Sóknarleikur Green Bay var varla til staðar þökk sé frábærri vörn heimamanna, en þeir James Starks og Eddy Lacy hlupu samtals ekki nema 71 metra í 19 tilraunum. Fyrsta leikvika heldur áfram á sunnudag og klárast aðfaranótt þriðjudags.Myndbönd frá NFL.com:Marshawn Lynch í stuðiSjálfsmark hjá Green BaySeahawks kemst inn í sendingu Rodgers NFL Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Nýtt tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hófst í nótt þegar meistarar Seattle Seahawks tóku á móti Green Bay Backers, en báðum liðum er spáð góðu gengi í ár. Meistarar Seahawks sýndu af hverju Vince Lombardi-bikarinn er geymdur í Seattle þetta árið, en þeir litu fáránlega vel út og gjörsamlega straujuðu Packers-liðið, 36-16. Green Bay var yfir eftir fyrsta leikhluta, 7-3, og virtist ætla að stríða Seahawks á heimavelli, en ríkjandi meisturum hefur gengið bölvanlega að vinna í fyrsta leik nýs tímabils undanfarinn áratug. En heimamenn, með hlauparann MarshawnLynch í fantaformi, sneru taflinu við og skoraðu tvö snertimörk í öðrum leikhluta og tvö í þeim síðasta.Russell Wilson var mjög góður í nótt.vísir/gettyHin frábæra vörn liðsins datt einnig almennilega í gang og neyddi gestina meira að segja til að skora sjálfsmark í þriðja leikhluta. Það gekk flest allt upp hjá Seahawks sem virðist líklegt til þess að verja titilinn. Hlauparinn Lynch, sem fær sér gotteríið Skittles eftir hvert snertimark, gat leyft sér tvær lúkur í nótt því hann skoraði tvö snertimörk auk þess sem hann hljóp með boltann 110 metra. Stórleikur hjá manninum sem kallaður er Beast Mode.Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kláraði 19 sendingar af 28 sem skiluðu 191 kastmetrum og tveimur snertimörkum. Hinn magnaði AronRodgers, kollegi hans í Green Bay-liðinu, kláraði 23 sendingar af 33 sem skiluðu 189 metrum og einu snertimarki. Sóknarleikur Green Bay var varla til staðar þökk sé frábærri vörn heimamanna, en þeir James Starks og Eddy Lacy hlupu samtals ekki nema 71 metra í 19 tilraunum. Fyrsta leikvika heldur áfram á sunnudag og klárast aðfaranótt þriðjudags.Myndbönd frá NFL.com:Marshawn Lynch í stuðiSjálfsmark hjá Green BaySeahawks kemst inn í sendingu Rodgers
NFL Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira