Brottfall nemenda stóreykst í verkfalli Snærós Sindradóttir skrifar 19. mars 2014 09:13 Heimavist Menntaskólans á Ísafirði stendur nærri auð í verkfalli framhaldsskólakennara VÍSIR/Pjetur Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01
Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00