Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. mars 2014 20:00 Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53
Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13
Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08