Lífið

Þetta er kynþokkafyllsta kona heims

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tímaritið Esquire hefur titlað leikkonuna Penelope Cruz kynþokkafyllstu konu heims.

Penelope prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins. Í viðtali við tímaritið segir hún að fjölskylda sín sé það mikilvægasta í sínu lífi en hún á tvö börn með leikaranum Javier Bardem, soninn Leo, þriggja ára og dótturina Lunu, eins árs. Hún gefur þó ekkert upp um þeirra einkalíf.

„Það er fyrir okkur,“ segir leikkonan.

Penelope varð fyrsta spænska leikkonan til að vinna Óskarsverðlaunin árið 2009 þegar hún fór heim með styttuna fyrir aukahlutverk í Vicky Christina Barcelona. Hún segir í viðtali við Esquire að hún hafi oft logið til um aldur þegar hún var yngri til að sjá myndir leikstjórans Pedro Almódovar í kvikmyndahúsum.

„Hann er minn stærsti innblástur,“ segir hún.

Leikkonan Scarlett Johansson var kosin kynþokkafyllsta kona heims af Esquire í fyrra. Árið 2012 var það Mila Kunis sem hlaut titilinn og árið 2011 söngkonan Rihanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×