Innlent

Ísland síðast Norðurlanda til að kaupa þjarka

Bjarki Ármannsson skrifar
Heilbrigðisráðherra virðir fyrir sér fjárframlag Pokasjóðs.
Heilbrigðisráðherra virðir fyrir sér fjárframlag Pokasjóðs. Vísir/GVA
Pokasjóður afhenti í gær söfnunarsjóði um aðgerðaþjarka 25 milljóna króna framlag. Það reyndist lokahnykkurinn í áralangri söfnun til að kaupa þjarka fyrir Landspítalann.

Aðgerðaþjarki er vélmenni sem hentar sérstaklega til nákvæmnisaðgerða í þröngu rými, til að mynda í kviðarholi og við aðgerðir á blöðruhálskirtli. Ísland er síðast Norðurlandanna til að taka slíkt tæki í notkun.

Söfnunarsjóðurinn gerði samkomulag við Landspítala um að ef tækist að safna 110 milljónum króna, helmingi kaupverðs, myndi spítalinn kaupa tækið.

Af þessu tilefni bauð spítalinn til móttöku í gær þar sem framlagið var afhent spítalanum. Í kjölfarið undirritaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfestingu á því að af kaupunum yrði, ásamt þeim Páli Matthíassyni, forstjóra spítalans, og Brynjólfi Bjarnasyni, formanni stjórnar söfnunarsjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×