"Þetta er eins og Eurovision- keppni Norðurlandsins“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. febrúar 2014 10:30 Íþróttahúsinu eru breytt í tónleikahöll en keppnin kostar um þrjár milljónir króna. mynd/einkasafn „Við leggjum allt í þetta og þetta kostar um þrjár milljónir,“ segir Tómas Guðjónsson, formaður Nemendafélagsins NFL, í framhaldsskólanum á Laugum, en söngvakeppni skólans, Tónkvísl, fer fram um helgina og er ein mikilfenglegasta söngvakeppni landsins. Þó svo að einungis séu um 120 nemendur í skólanum sækja að jafnaði um sex hundruð manns söngvakeppnina sem haldin er í íþróttahúsinu. „Við breytum íþróttahúsinu í tónleikahöll og það kemur fólk alls staðar að,“ bætir Tómas við. Það eru ekki eingöngu framhaldsskólanemar sem etja kappi í söng því grunnskólarnir í kring taka einnig þátt. „Þetta eru í raun tvær keppnir. Tólf keppendur í framhaldsskólakeppninni og tólf keppendur úr grunnskólunum.“ Keppendurnir í grunnskólakeppninni eru úr Vopnafjarðarskóla, Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Reykjahlíðarskóla og grunnskólanum á Þórshöfn og eru þeir allir í grennd við skólann.„Grunnskólinn á Þórshöfn er lengst frá okkur eða í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð.“Daníel Smári Magnússon vann keppnina í fyrra með laginu More Than A Feeling með hljómsveitinni Boston.mynd/einkasafnTónkvísl er einn stærsti viðburðurinn sem fer fram í sveitinni en fyrir þá sem ekki vita er framhaldskólinn staðsettur á Norðurlandi, á milli Akureyrar og Húsavíkur. „Viðburðurinn er mjög vel sóttur og er einn mesti menningarviðburðurinn í Þingeyjarsýslunni.“ Umfang keppninnar er mikið, en eins og sagt er frá hér að framan er íþróttahúsinu breytt í tónleikahöll og er keppnin tekin upp á átta myndavélar og gefin út á DVD-disk. „Þetta er að jafnaði jólagjöfin í ár í Þingeyjarsýslunni.“Tómas Guðjónsson formaður NFLmynd/einkasafnMiðað við höfðatölu er skólinn mjög söngelskur og eru atriðin mjög fjölbreytt. „Við höfum getið af okkur Mugisona og Birgittur Haukdal,“ segir Tómas um hæfileikasöguna. Húshljómsveitin er skipuð nemendum í skólanum sem hefur æft af kappi síðan í október. „Meðlimir sveitarinnar koma alls staðar að af landinu en yngsti meðlimurinn er sextán ára gamall og leikur á bassa.“ „Við gerum ráð fyrir yfir sex hundruð manns en keppnin hefst klukkan 19.30.“ Til gamans má geta að skólinn hefur aldrei unnið lokakeppnina. „Við erum samt mjög bjartsýn í ár.“ Daníel Smári Magnússon vann keppnina í fyrra með laginu More Than A Feeling með hljómsveitinni Boston. Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
„Við leggjum allt í þetta og þetta kostar um þrjár milljónir,“ segir Tómas Guðjónsson, formaður Nemendafélagsins NFL, í framhaldsskólanum á Laugum, en söngvakeppni skólans, Tónkvísl, fer fram um helgina og er ein mikilfenglegasta söngvakeppni landsins. Þó svo að einungis séu um 120 nemendur í skólanum sækja að jafnaði um sex hundruð manns söngvakeppnina sem haldin er í íþróttahúsinu. „Við breytum íþróttahúsinu í tónleikahöll og það kemur fólk alls staðar að,“ bætir Tómas við. Það eru ekki eingöngu framhaldsskólanemar sem etja kappi í söng því grunnskólarnir í kring taka einnig þátt. „Þetta eru í raun tvær keppnir. Tólf keppendur í framhaldsskólakeppninni og tólf keppendur úr grunnskólunum.“ Keppendurnir í grunnskólakeppninni eru úr Vopnafjarðarskóla, Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Reykjahlíðarskóla og grunnskólanum á Þórshöfn og eru þeir allir í grennd við skólann.„Grunnskólinn á Þórshöfn er lengst frá okkur eða í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð.“Daníel Smári Magnússon vann keppnina í fyrra með laginu More Than A Feeling með hljómsveitinni Boston.mynd/einkasafnTónkvísl er einn stærsti viðburðurinn sem fer fram í sveitinni en fyrir þá sem ekki vita er framhaldskólinn staðsettur á Norðurlandi, á milli Akureyrar og Húsavíkur. „Viðburðurinn er mjög vel sóttur og er einn mesti menningarviðburðurinn í Þingeyjarsýslunni.“ Umfang keppninnar er mikið, en eins og sagt er frá hér að framan er íþróttahúsinu breytt í tónleikahöll og er keppnin tekin upp á átta myndavélar og gefin út á DVD-disk. „Þetta er að jafnaði jólagjöfin í ár í Þingeyjarsýslunni.“Tómas Guðjónsson formaður NFLmynd/einkasafnMiðað við höfðatölu er skólinn mjög söngelskur og eru atriðin mjög fjölbreytt. „Við höfum getið af okkur Mugisona og Birgittur Haukdal,“ segir Tómas um hæfileikasöguna. Húshljómsveitin er skipuð nemendum í skólanum sem hefur æft af kappi síðan í október. „Meðlimir sveitarinnar koma alls staðar að af landinu en yngsti meðlimurinn er sextán ára gamall og leikur á bassa.“ „Við gerum ráð fyrir yfir sex hundruð manns en keppnin hefst klukkan 19.30.“ Til gamans má geta að skólinn hefur aldrei unnið lokakeppnina. „Við erum samt mjög bjartsýn í ár.“ Daníel Smári Magnússon vann keppnina í fyrra með laginu More Than A Feeling með hljómsveitinni Boston.
Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein