
Hallbjörn ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum

Hallbjörn var í upphafi kærður fyrir brot gegn fjórum drengjum en ekki verður ákært í tveimur málanna þar sem ekki er talið líklegt að þau leiði til sakfellingar.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands vestra 6. mars, en þá fer einnig fram aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur tveimur piltum fyrir líkamsárás gegn Hallbirni á heimili hans. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist á hann og veitt honum alvarlega áverka. Líkamsárásin er sögð tengjast meintum kynferðisbrotum Hallbjörns.
Tengdar fréttir

Alvarleg líkamsárás á Skagaströnd
Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaðir um alvarlega líkamsárás á heimili á Skagaströnd snemma í morgun. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við Vísi.

Í gæsluvarðhaldi til fimmtudags vegna Skagastrandarárásar
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað um gæsluvarðhald yfir tveimur ungum mönnum sem réðust inn til afa annars þeirra á Skagaströnd á sunnudag og gengu í skrokk á honum. Þeir verða í varðhaldi til fimmtudags og féllst dómari því ekki á kröfu lögreglunnar um vikulangt varðhald yfir þeim.

Skagastrandarmenn lausir úr varðhaldi
Tveir piltar sem höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um árás á roskinn mann á Skagaströnd um helgina, voru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi seinni partinn í gær.

Brot afans send ríkissaksóknara
Lögreglan á Akureyri lauk í gær rannsókn á máli 77 ára gamals karlmanns sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dóttursonum sínum um árabil.

Ákvörðun um varðhald í dag
Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra tók sér í gær frest til dagsins í dag til að ákveða hvort úrskurða skyldi tvo unga pilta í einnar viku gæsluvarðhald fyrir alvarlega líkamsárás á afa annars þeirra.

Rannsókn á lokastigi
Rannsókn lögreglu á meintum kynferðisbrotum manns á áttræðisaldri gegn tveimur piltum á Skagaströnd er á lokastigi. Málið verður sent til ríkissaksóknara á næstu vikum, að sögn lögreglu.

Brot gegn piltunum í rannsókn
Lögreglan á Akureyri hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum manns á áttræðisaldri gegn tveimur piltum, átján og nítján ára, sem réðust á hann á Skagaströnd um liðna helgi. Annar piltanna er barnabarn mannsins.

Brot gegn börnum hafa kallað á hömlulaus viðbrögð
Lögregla verður vör við að fólk reyni að taka lögin í sínar hendur. Félagsfræðingur rekur ástandið aftur til samfélagsbreytinga frá því fyrir hrun. Nauðsynlegt sé þó að beisla reiðina og treysta á að kerfið virki.

Tveir ungir menn enn í haldi á Akureyri eftir fólskulega líkamsárás
Tveir ungir karlmenn sitja enn í haldi lögreglunnar á Akureyri eftir að þeir voru handteknir á Skagaströnd um hádegisbil í gær, grunaðir um að hafa undir morgun ráðist inn á heimili karlmanns á áttræðisaldri á Skagaströnd og veitt honum alvarlega höfuðáverka.

Þungt haldinn á gjörgæslu eftir árás dóttursonar síns
Nítján ára piltur braust við annan mann inn til afa síns á Skagaströnd og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur frændum hans. Piltarnir voru enn í haldi í gærkvöldi.