Þungt haldinn á gjörgæslu eftir árás dóttursonar síns 4. febrúar 2013 06:00 Frá Skagaströnd. Mynd/Stefán Maður á áttræðisaldri liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að nítján ára dóttursonur hans réðst við annan mann inn á heimili hans á Skagaströnd snemma í gærmorgun og gekk í skrokk á honum. Árásin tengist kynferðisbrotum sem afinn er grunaður um gegn barnabörnum sínum. Maðurinn hafði sjálfur samband við lögreglu og tilkynnti um árásina um klukkan hálfsex í gærmorgun. Piltarnir tveir höfðu brotist inn til hans, vakið hann og í kjölfarið látið höggin dynja á honum. Að sögn Gunnars Jóhannssonar hjá lögreglunni á Akureyri voru manninum veittir alvarlegir áverkar í andliti og á höfði og mun hann meðal annars hafa beinbrotnað. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og þar fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að hann lægi á gjörgæsludeild með alvarlega höfuðáverka en að hann væri með meðvitund og að líðan hans væri stöðug. Piltarnir tveir voru síðan handteknir um hádegisbil í gær og voru enn í haldi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi. Gunnar Jóhannsson sagði að til stæði að yfirheyra þá annað hvort síðar um kvöldið eða í dag og að í kjölfarið yrði tekin ákvörðun um það hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan segir árásina tengjast því að maðurinn er grunaður um að hafa beitt barnabörn sín grófu kynferðisofbeldi um langt árabil fram til síðustu aldamóta. Tveir dóttursynir hans, bræður sem nú eru á þrítugsaldri, lögðu fram kæru á hendur honum í haust, tæpu ári eftir að fjölskylda mannsins bar sakirnar upp á hann. Lögregla rannsakaði ásakanirnar mánuðum saman og sendi málið svo til ríkissaksóknara nú fyrr í mánuðinum. Upphaflega var til rannsóknar grunur um að maðurinn hefði einnig brotið gegn dóttursyninum, þeim sem réðst á hann í gær. Sá hefur þó ekki lagt fram kæru og málið rataði ekki til ríkissaksóknara. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Maður á áttræðisaldri liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að nítján ára dóttursonur hans réðst við annan mann inn á heimili hans á Skagaströnd snemma í gærmorgun og gekk í skrokk á honum. Árásin tengist kynferðisbrotum sem afinn er grunaður um gegn barnabörnum sínum. Maðurinn hafði sjálfur samband við lögreglu og tilkynnti um árásina um klukkan hálfsex í gærmorgun. Piltarnir tveir höfðu brotist inn til hans, vakið hann og í kjölfarið látið höggin dynja á honum. Að sögn Gunnars Jóhannssonar hjá lögreglunni á Akureyri voru manninum veittir alvarlegir áverkar í andliti og á höfði og mun hann meðal annars hafa beinbrotnað. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og þar fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að hann lægi á gjörgæsludeild með alvarlega höfuðáverka en að hann væri með meðvitund og að líðan hans væri stöðug. Piltarnir tveir voru síðan handteknir um hádegisbil í gær og voru enn í haldi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi. Gunnar Jóhannsson sagði að til stæði að yfirheyra þá annað hvort síðar um kvöldið eða í dag og að í kjölfarið yrði tekin ákvörðun um það hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan segir árásina tengjast því að maðurinn er grunaður um að hafa beitt barnabörn sín grófu kynferðisofbeldi um langt árabil fram til síðustu aldamóta. Tveir dóttursynir hans, bræður sem nú eru á þrítugsaldri, lögðu fram kæru á hendur honum í haust, tæpu ári eftir að fjölskylda mannsins bar sakirnar upp á hann. Lögregla rannsakaði ásakanirnar mánuðum saman og sendi málið svo til ríkissaksóknara nú fyrr í mánuðinum. Upphaflega var til rannsóknar grunur um að maðurinn hefði einnig brotið gegn dóttursyninum, þeim sem réðst á hann í gær. Sá hefur þó ekki lagt fram kæru og málið rataði ekki til ríkissaksóknara.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira