Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:16 Flestir sem sækja bótarétt sinn hafa ekki fengið rétta eða bestu mögulega meðferð við sjúkdómi sínum, eða fengið alvarlega fylgikvilla í kjölfar meðferðar. nordicphotos/getty Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira