Námskeið Blancs á Íslandi fjarlægt af heimasíðu RSD Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2014 12:13 Bandaríkjamaðurinn Julien Blanc gefur sig út fyrir að vera stefnumótasérfræðingur. Svo virðist sem fyrirhuguðu námskeiði bandaríska fyrirtækisins Real Social Dynamics (RSD) á Íslandi um hvernig skuli „ná sér í konu“ hafi verið aflýst. Til stóð að „stefnumótanámskeið“ fyrirtækisins yrði haldið í Reykjavík dagana 11. til 13. júní næstkomandi, en námskeiðið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðu fyrirtækisins. Mikið hefur verið rætt um Julien Blanc síðustu daga en hann starfar á vegum Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Námskeið þeirra, „Boot Camps“ hafa verið mikið gagnrýnd og hafa nú rúmlega 11 þúsund manns nú skrifað undir áskorun um að Julien Blanc verði ekki hleypt inn í landið. Er hvatt til þess að Ísland færi að fordæmi Bretlands og Ástralíu um að neita Blanc um inngöngu í landið.Námskeið í Svíþjóð einnig fjarlægð Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar. Þær virðast margar hverjar fela í sér að beita konur ofbeldi af ýmsum gerðum. Á síðu undirskriftasöfnunarinnar er Blanc kallaður ofbeldismaður sem misnoti og niðurlægi konur. Fyrirhuguð námskeið RSD í Gautaborg og Stokkhólmi hafa einnig verið fjarlægð af heimasíðu fyrirtækisins, en þúsundir Svía höfðu einnig skrifað undir áskorun um að neita honum inngöngu í landið. Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“Vildi að íslenskir karlmenn reyndu við Blanc Hugleikur Dagsson lagði til að í stað þess að neita Blanc inngöngu í landið myndu íslenskir karlmenn taka sig saman og reyna við hann þegar hann kæmi til landsins. Stakk hann meðal annars upp á að hann yrði blikkaður og honum strokið um lærið. Hugleikur sagði að slíkur gjörningur myndi síst láta Blanc líða eins og hetju. Ekki náðist í fulltrúa RSD við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46 Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00 Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31 Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Svo virðist sem fyrirhuguðu námskeiði bandaríska fyrirtækisins Real Social Dynamics (RSD) á Íslandi um hvernig skuli „ná sér í konu“ hafi verið aflýst. Til stóð að „stefnumótanámskeið“ fyrirtækisins yrði haldið í Reykjavík dagana 11. til 13. júní næstkomandi, en námskeiðið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðu fyrirtækisins. Mikið hefur verið rætt um Julien Blanc síðustu daga en hann starfar á vegum Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Námskeið þeirra, „Boot Camps“ hafa verið mikið gagnrýnd og hafa nú rúmlega 11 þúsund manns nú skrifað undir áskorun um að Julien Blanc verði ekki hleypt inn í landið. Er hvatt til þess að Ísland færi að fordæmi Bretlands og Ástralíu um að neita Blanc um inngöngu í landið.Námskeið í Svíþjóð einnig fjarlægð Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar. Þær virðast margar hverjar fela í sér að beita konur ofbeldi af ýmsum gerðum. Á síðu undirskriftasöfnunarinnar er Blanc kallaður ofbeldismaður sem misnoti og niðurlægi konur. Fyrirhuguð námskeið RSD í Gautaborg og Stokkhólmi hafa einnig verið fjarlægð af heimasíðu fyrirtækisins, en þúsundir Svía höfðu einnig skrifað undir áskorun um að neita honum inngöngu í landið. Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“Vildi að íslenskir karlmenn reyndu við Blanc Hugleikur Dagsson lagði til að í stað þess að neita Blanc inngöngu í landið myndu íslenskir karlmenn taka sig saman og reyna við hann þegar hann kæmi til landsins. Stakk hann meðal annars upp á að hann yrði blikkaður og honum strokið um lærið. Hugleikur sagði að slíkur gjörningur myndi síst láta Blanc líða eins og hetju. Ekki náðist í fulltrúa RSD við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46 Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00 Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31 Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
„Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46
Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00
Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31
Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45