Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2014 20:45 Hjalti Einarsson vélvirki. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 67 árum eftir þetta mannskæðasta flugslys á Íslandi lýsir Hjalti Einarsson, vélvirki í Hafnarfirði, í fyrsta sinn í fjölmiðlum því sem hann sá frá bænum Reyðará á Siglunesi þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947. Bókin „Harmleikur í Héðinsfirði“, eftir Margréti Þóru Þórsdóttur, var gefin út fyrir fimm árum um slysið en þar er þess getið að níu ára strákur á bænum Reyðará, Hjalti Einarsson, hafi síðastur séð flugvélina á lofti. Rannsóknarnefnd heyrði vitnisburð Hjalta á sínum tíma en hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega í fjölmiðlum sem hann sá frá sjávarbakkanum við Reyðará.Bærinn Reyðará á Siglunesi séður úr flugvél. Hjalti stóð á sjávarbakkanum þegar hann sá flugvélina skjótast framhjá og farþegana veifa til sín.Mynd/Úr einkasafni.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Hjalti hafa heyrt í flugvélinni koma. „Svo veður hún náttúrlega þarna framhjá. Og ég sé að hún er það lágt, - ég er á bakka sem er eitthvað um tuttugu metra hár. Ég sé sem sagt í gegnum gluggaröðina og út í gegnum vélina, - sé farþegana ágætlega. Þetta náttúrlega tekur mjög stutt af, fljótt af. Og ég held því fram að það hafi farþegar veifað mér þarna. Ég held að það sé nokkuð öruggt. En þeir hljóta nú að hafa verið svolítið stressaðir, - að vera svona lágt flogið,“ sagði Hjalti. „Og vængurinn - í raun og veru vængendinn - hann er neðan við grastorfuna sem ég stend á. Og svo fór hún þarna austur með og þokan var í eitthvað um fimmtíu metra hæð á Hvanndölunum.“ Hjalti segir að þokan hafi síðan fallið niður að sjó og þannig alveg orðið dimmt en hann sá flugvélina hverfa inn í þokuna. Flakið fannst rúmum sólarhring síðar, í hlíðum Hestfjalls aðeins um tvo kílómetra frá Reyðará, og kom þá í ljós að allir 25 um borð höfðu farist. Nánar var rætt við Hjalta í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Hjalti Einarsson var 9 ára gamall þegar flugvél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði árið 1947.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Fréttir af flugi Hafnarfjörður Um land allt Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 67 árum eftir þetta mannskæðasta flugslys á Íslandi lýsir Hjalti Einarsson, vélvirki í Hafnarfirði, í fyrsta sinn í fjölmiðlum því sem hann sá frá bænum Reyðará á Siglunesi þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947. Bókin „Harmleikur í Héðinsfirði“, eftir Margréti Þóru Þórsdóttur, var gefin út fyrir fimm árum um slysið en þar er þess getið að níu ára strákur á bænum Reyðará, Hjalti Einarsson, hafi síðastur séð flugvélina á lofti. Rannsóknarnefnd heyrði vitnisburð Hjalta á sínum tíma en hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega í fjölmiðlum sem hann sá frá sjávarbakkanum við Reyðará.Bærinn Reyðará á Siglunesi séður úr flugvél. Hjalti stóð á sjávarbakkanum þegar hann sá flugvélina skjótast framhjá og farþegana veifa til sín.Mynd/Úr einkasafni.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Hjalti hafa heyrt í flugvélinni koma. „Svo veður hún náttúrlega þarna framhjá. Og ég sé að hún er það lágt, - ég er á bakka sem er eitthvað um tuttugu metra hár. Ég sé sem sagt í gegnum gluggaröðina og út í gegnum vélina, - sé farþegana ágætlega. Þetta náttúrlega tekur mjög stutt af, fljótt af. Og ég held því fram að það hafi farþegar veifað mér þarna. Ég held að það sé nokkuð öruggt. En þeir hljóta nú að hafa verið svolítið stressaðir, - að vera svona lágt flogið,“ sagði Hjalti. „Og vængurinn - í raun og veru vængendinn - hann er neðan við grastorfuna sem ég stend á. Og svo fór hún þarna austur með og þokan var í eitthvað um fimmtíu metra hæð á Hvanndölunum.“ Hjalti segir að þokan hafi síðan fallið niður að sjó og þannig alveg orðið dimmt en hann sá flugvélina hverfa inn í þokuna. Flakið fannst rúmum sólarhring síðar, í hlíðum Hestfjalls aðeins um tvo kílómetra frá Reyðará, og kom þá í ljós að allir 25 um borð höfðu farist. Nánar var rætt við Hjalta í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Hjalti Einarsson var 9 ára gamall þegar flugvél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði árið 1947.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Fréttir af flugi Hafnarfjörður Um land allt Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira