Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 11:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Eiríksson. Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. Bréf umboðsmanns má sjá neðst í fréttinni (PDF). Umboðsmaður hefur í þriðja bréfi sínu eftir Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, að samskipti hans við ráðherra hafi hafist fljótlega eftir að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi byrjað. Lögreglumenn hafi verið farnir að koma inn í ráðuneytið og óska eftir upplýsingum vegna rannsóknarinnar og tiltekin atriði. Á Stefán að hafa tjáð umboðsmanni að í fyrstu símtölum ráðherra til sín hafi hún undrast á umfangi rannsóknarinnar og hve langt lögreglan gangi. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn,“ segir Stefán að því er umboðsmaður hefur eftir. „Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang að þessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman,“ voru orð Hönnu Birnu að því er umboðsmaður hefur eftir Stefáni í bréfinu. Í niðurlagi bréfs umboðsmanns til Hönnu Birnu segir: „Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum,. málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls.“Hanna Birna hefur svarað bréfi umboðsmanns eins og lesa má um nánar hér. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. Bréf umboðsmanns má sjá neðst í fréttinni (PDF). Umboðsmaður hefur í þriðja bréfi sínu eftir Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, að samskipti hans við ráðherra hafi hafist fljótlega eftir að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi byrjað. Lögreglumenn hafi verið farnir að koma inn í ráðuneytið og óska eftir upplýsingum vegna rannsóknarinnar og tiltekin atriði. Á Stefán að hafa tjáð umboðsmanni að í fyrstu símtölum ráðherra til sín hafi hún undrast á umfangi rannsóknarinnar og hve langt lögreglan gangi. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn,“ segir Stefán að því er umboðsmaður hefur eftir. „Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang að þessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman,“ voru orð Hönnu Birnu að því er umboðsmaður hefur eftir Stefáni í bréfinu. Í niðurlagi bréfs umboðsmanns til Hönnu Birnu segir: „Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum,. málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls.“Hanna Birna hefur svarað bréfi umboðsmanns eins og lesa má um nánar hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41