Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins við Hótel Rangá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2014 20:00 Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins hefur verið tekið í notkun fyrir ferðamenn á Hótel Rangá en þar geta gestir skoðað allan himingeiminn í gegnum tvo af fullkomnustu stjörnukíkjum landsins. Þakinu er rennt af húsinu áður en stjörnuskoðunin hefst. Félagar í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarnes undir forystu Sævars Helga Bragasonar, formanns hafa aðstoðað Friðrik Pálsson, eiganda hótelsins og hans fólk á Hótel Rangá við að koma stjörnuskoðunarhúsinu upp og kaupa fullkomna stjörnukíkja í það. „Þetta er hús með afrennalegu þaki, sem opnar bara allan himininn fyrir ofan okkur og gerir fólki kleift að stunda stjörnuskoðun við bestu mögulegar aðstæður á Íslandi. Við erum með tvo fyrsta flokks stjörnusjónaukar, spegilsjónaukar, sem leyfa manni að sjá hringana í kringum Satúrnus og fara milljónir ljósára út í geiminn og svona, þetta eru bara fyrsta flokks græjur, sem allir stjörnuskoðunaráhugamenn yrðu mjög öfundsverðir að eiga,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að nýja aðstaðan og staðsetning stjörnuskoðunarhússins sé fyrsta flokks. „Myrkrið hérna er alveg fyrsta flokks og hérna blasir himininn við eins og hann gerist tignarlegastur á Íslandi og sem betur fer er mjög lítil ljósmengun hér í nágrenninu, þannig að það hjálpar verulega til,“ bætir Sævar Helgi við. En hefur eigandi hótelsins, Friðrik Pálsson, eitthvert vit á himingeiminum ? „Nei, ég hef alveg verið sannfærður hingað til að þeir sem hefðu áhuga á þessu væru nördar sem kallað er, algjörir sérvitringar og ég er orðinn sannfærður um að þeir eru það,“, segir Friðrik. Hann hefur lengi selt norðurljósin á Hótel Rangá og nú eru það stjörnurnar, hvað næst ? „Ég veit það ekki, það kemur í ljós“, segir Friðrik og hlær. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins hefur verið tekið í notkun fyrir ferðamenn á Hótel Rangá en þar geta gestir skoðað allan himingeiminn í gegnum tvo af fullkomnustu stjörnukíkjum landsins. Þakinu er rennt af húsinu áður en stjörnuskoðunin hefst. Félagar í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarnes undir forystu Sævars Helga Bragasonar, formanns hafa aðstoðað Friðrik Pálsson, eiganda hótelsins og hans fólk á Hótel Rangá við að koma stjörnuskoðunarhúsinu upp og kaupa fullkomna stjörnukíkja í það. „Þetta er hús með afrennalegu þaki, sem opnar bara allan himininn fyrir ofan okkur og gerir fólki kleift að stunda stjörnuskoðun við bestu mögulegar aðstæður á Íslandi. Við erum með tvo fyrsta flokks stjörnusjónaukar, spegilsjónaukar, sem leyfa manni að sjá hringana í kringum Satúrnus og fara milljónir ljósára út í geiminn og svona, þetta eru bara fyrsta flokks græjur, sem allir stjörnuskoðunaráhugamenn yrðu mjög öfundsverðir að eiga,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að nýja aðstaðan og staðsetning stjörnuskoðunarhússins sé fyrsta flokks. „Myrkrið hérna er alveg fyrsta flokks og hérna blasir himininn við eins og hann gerist tignarlegastur á Íslandi og sem betur fer er mjög lítil ljósmengun hér í nágrenninu, þannig að það hjálpar verulega til,“ bætir Sævar Helgi við. En hefur eigandi hótelsins, Friðrik Pálsson, eitthvert vit á himingeiminum ? „Nei, ég hef alveg verið sannfærður hingað til að þeir sem hefðu áhuga á þessu væru nördar sem kallað er, algjörir sérvitringar og ég er orðinn sannfærður um að þeir eru það,“, segir Friðrik. Hann hefur lengi selt norðurljósin á Hótel Rangá og nú eru það stjörnurnar, hvað næst ? „Ég veit það ekki, það kemur í ljós“, segir Friðrik og hlær.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira