Svona má draga úr brottfalli í íþróttum Hrund Þórsdóttir skrifar 6. mars 2014 00:01 Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira