Fátt annað að gera en halda sig heima Svavar Hávarðsson skrifar 29. október 2014 07:00 Sól í eiturbaði er nafn þessarar myndar sem tekin var í Hornafirði á sunnudag. mynd/sverrir aðalsteinsson „Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni. Bárðarbunga Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
„Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni.
Bárðarbunga Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira