Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Svona lítur byssan út.
Landhelgisgæslan fékk tíu sjálfvirkar hríðskotabyssur frá norska hernum sumarið 2013 af gerðinni MG3. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá gæslunni fyrr í vikunni þar sem farið var yfir þau vopn sem gæslunni hafa borist frá Norðmönnum.
Byssan er talsvert stærri en MP5 hríðskotabyssurnar sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. Hún er sjálfvirk og skýtur skotum úr þar til gerðu belti. Byssan er framleidd af fyrirtækinu Rheinmetall í Þýskalandi en hún var hönnuð árið 1959.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af norskum hermönnum skjóta úr byssunni.