Mannanafnanefnd hefur samþykkt nöfnin Aríela (kvk), Kamal (kk), Póri (kk) og Mark (kk). Nefndin hafnaði tíu nöfnum en hún felldi úrskurð í fimmtán málum þann 3. október síðastliðinn.
Þar af hafnaði nefndin fimm karlmannsnöfnum: Clinton, Karma, Sveinnóli, Hector og Duane. Kvenmannsnöfnunum Lady og Kaia var einnig hafnað.
Þrjú skilyrði þarf til að hægt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
Einnig hafnaði nefndin millinöfnunum Haugeland, Fletcher og Huxland. Mannanafnanefnd féllst á að foreldrum drengs með nafnið Robert væri heimilt að breyta rithætti hans úr Robert í Hróbjartur.
Kamal, Póri og Mark en ekki Sveinnóli

Tengdar fréttir

Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá
Ragnar Aðalsteinsson segir Íslendingum mismunað eftir uppruna, sumir fá að heita erlendum nöfnum en aðrir ekki.

Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr
„Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“

10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá
Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið.

„Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“
Jón Gnarr fjallar um mannanafnanefnd: „Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“