„Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 16:17 Vísir/Daníel Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, hefur að undanförnu fjallað mikið um mannanafnanefnd á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að honum þyki sérkennilegt að ekki mega heita ákveðnum eftirnöfnum hér á landi. Í gær varpaði hann fram spurningunni af hverju hann mætti ekki bera eftirnafnið Gnarr, en þingkonan Elín Hirst mætti bara sitt eftirnafn:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús.Hér má sjá skjáskotið sem Jón Gnarr birti.Vísir/SkjáskotJón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith. Jón hefur áður tjáð sig um mannanafnalög. Í desember 2012 skrifaði hann: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.“ Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, hefur að undanförnu fjallað mikið um mannanafnanefnd á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að honum þyki sérkennilegt að ekki mega heita ákveðnum eftirnöfnum hér á landi. Í gær varpaði hann fram spurningunni af hverju hann mætti ekki bera eftirnafnið Gnarr, en þingkonan Elín Hirst mætti bara sitt eftirnafn:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús.Hér má sjá skjáskotið sem Jón Gnarr birti.Vísir/SkjáskotJón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith. Jón hefur áður tjáð sig um mannanafnalög. Í desember 2012 skrifaði hann: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.“ Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira