Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. ágúst 2014 13:36 Jón Gnarr vill fá að heita bara Jón Gnarr. Vísir Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, birti á Facebook-síðu sinni bréf sem hann fékk frá Þjóðskrá Íslands. Bréfið var svar við fyrirspurn Jóns sem óskaði eftir því að fella niður kenninafnið Kristinsson og breyta millinafni sínu, Gnarr, í eftirnafn. Með öðrum orðum óskaði Jón eftir því að fá að heita eingöngu Jón Gnarr, en ekki Jón Gnarr Kristinsson eins og hann heitir í kerfi Þjóðskrár. Jón segist ætla að kæra úrskurðinn til innanríkisráðuneytisins. Hann skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni og vitnaði þar meðal annars í hluta bréfsins: „„Löggjafinn hefur með framgreindum ákvæðum tekið afstöðu til þess hverjir hafi heimild til að bera ættarnöfn og að það sé óheimilt að taka upp ný ættarnöfn hér á landi." Það er skoðun lögmanna minna að það að veita sumum heimild eða rétt til að bera ættarnöfn en banna öðrum sé líklega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár Íslands. Svo er það ekki rétt að það sé "óheimilt að taka upp ný ættarnöfn hér á landi." Útlendingar sem fá íslenskan ríkisborgararétt fá að halda sínu ættarnafni og ættarnöfn hafa aldrei verið fleiri frá því land byggðist. Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“ Í bréfinu segir orðrétt: „Löggjafinn hefur með framangreindum ákvæðum tekið afstöðu til þess hevrjir hafi heimild til að bera ættarnöfn sem og að það sé óheimilt að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Ekki er að finna í lögum heimild til handa Þjóðskrá Íslands til að víkja frá ákvæðum laga og verður ákvörðun löggjafans um skilyrði á notkun ættarnafna hér á landi ekki endurskoðuð af Þjóðskrá Íslands. Með vísan til framangreinds er beiðni þinni um að fella niður kenninafnið Kristinsson og taka upp ættarnafnið Gnarr synjað. Ákvörðun Þjóðskrár Íslands er kæranleg til innanríkisráðuneytisins sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga, nr 37/1996, innan þriggja mánaða frá dagsetningu þessa bréfs.“Jón Gnarr spurði af hverju Elín Hirst mætti bera ættarnafnið Hirst, í júlí.Jón Gnarr hefur átt í langri baráttu við kerfið vegna óskar sinnar um að taka upp ættarnafnið Gnarr. Í júlí skrifaði hann um málið á Facebook og spurði þá af hverju Elín Hirst mætti bæra ættarnafnið Hirst en hann ekki Gnarr. Þá skrifaði hann:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús. Jón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith.Í desember 2012 skrifaði hann um mannanafnalög: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, birti á Facebook-síðu sinni bréf sem hann fékk frá Þjóðskrá Íslands. Bréfið var svar við fyrirspurn Jóns sem óskaði eftir því að fella niður kenninafnið Kristinsson og breyta millinafni sínu, Gnarr, í eftirnafn. Með öðrum orðum óskaði Jón eftir því að fá að heita eingöngu Jón Gnarr, en ekki Jón Gnarr Kristinsson eins og hann heitir í kerfi Þjóðskrár. Jón segist ætla að kæra úrskurðinn til innanríkisráðuneytisins. Hann skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni og vitnaði þar meðal annars í hluta bréfsins: „„Löggjafinn hefur með framgreindum ákvæðum tekið afstöðu til þess hverjir hafi heimild til að bera ættarnöfn og að það sé óheimilt að taka upp ný ættarnöfn hér á landi." Það er skoðun lögmanna minna að það að veita sumum heimild eða rétt til að bera ættarnöfn en banna öðrum sé líklega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár Íslands. Svo er það ekki rétt að það sé "óheimilt að taka upp ný ættarnöfn hér á landi." Útlendingar sem fá íslenskan ríkisborgararétt fá að halda sínu ættarnafni og ættarnöfn hafa aldrei verið fleiri frá því land byggðist. Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“ Í bréfinu segir orðrétt: „Löggjafinn hefur með framangreindum ákvæðum tekið afstöðu til þess hevrjir hafi heimild til að bera ættarnöfn sem og að það sé óheimilt að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Ekki er að finna í lögum heimild til handa Þjóðskrá Íslands til að víkja frá ákvæðum laga og verður ákvörðun löggjafans um skilyrði á notkun ættarnafna hér á landi ekki endurskoðuð af Þjóðskrá Íslands. Með vísan til framangreinds er beiðni þinni um að fella niður kenninafnið Kristinsson og taka upp ættarnafnið Gnarr synjað. Ákvörðun Þjóðskrár Íslands er kæranleg til innanríkisráðuneytisins sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga, nr 37/1996, innan þriggja mánaða frá dagsetningu þessa bréfs.“Jón Gnarr spurði af hverju Elín Hirst mætti bera ættarnafnið Hirst, í júlí.Jón Gnarr hefur átt í langri baráttu við kerfið vegna óskar sinnar um að taka upp ættarnafnið Gnarr. Í júlí skrifaði hann um málið á Facebook og spurði þá af hverju Elín Hirst mætti bæra ættarnafnið Hirst en hann ekki Gnarr. Þá skrifaði hann:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús. Jón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith.Í desember 2012 skrifaði hann um mannanafnalög: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira