Innlent

Gunnar Bragi segir skoðanir Sveinbjargar Birnu ekki endurspegla afstöðu flokksins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. vísir/kristinn
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknar, segir að skoðanir Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, endurspegli ekki afstöðu flokksins. Þetta kemur fram á Facebook síðu Gunnars Braga. Gunnar Bragi er fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins sem tjáir sig um málið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið, en aðstoðarmaður hans, Jóhannes Þór Skúlason, sagði að Sigmundur hefði ekki áhuga á að tjá sig um málið, það væri undir oddvitanum komið að svara fyrir þessi ummæli.

Ummæli Sveinbjargar Birnu hafa vakið mikla athygli undanfarna daga en  Sveinbjörg sagði að hún teldi að afturkalla ætti úthlutun lóðar til byggingar mosku í Sogamýri í Reykjavík. Hún sagði að á meðan þjóðkirkja væri á Íslandi væri ekki rétt að byggja hér moskur.

Hreiðar Eiríksson skipaði fimmta sæti listans, en sagði hann sig frá listanum vegna ummæla Sveinbjargar. 


Tengdar fréttir

„Við erum ekki rasistar“

Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík.

Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima

"Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×