Vilja heim til Íslands en fastir í Noregi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. nóvember 2014 11:22 Guðbjört Guðjónsdóttir, doktorsnemi í mannfræði. Íslendingar sem vilja flytja heim frá Noregi segja atvinnutækifæri skorta hér á landi og þeir séu því fastir í Noregi. Flestum Íslendingum sem fluttu þangað eftir hrun líður þó vel í Noregi og hafa aðlagst ágætlega. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Guðbjartar Guðjónsdóttur doktorsnema í mannfræði. Hún hitti Íslendinga í Noregi og tók viðtöl við þá árið 2012 og 2013. Hún skoðaði sérstaklega ástæður þess að þeir ákváðu flytja þangað. „Það var mjög oft náttúrulega að hrunið kom einhvern veginn inn í, fjárhagserfiðleikar eða atvinnuleysi en ekki hjá öllum og það var oft einhverjir aðrir þættir sem að spiluðu líka inn í. Þannig að fólk var líka búið að ákveða kannski að fara fyrir en svo var bara Noregur í boði eftir hrun af því það var ekki vinnu að fá annars staðar. Svo var líka fólk sem að upplifði bara íslenskt samfélag sem svo neikvætt. Það var svo mikil reiði. Það var svo ömurleg umræða,“ segir Guðbjört. Þá hafi sumir jafnvel haft það fínt fjárhagslega á Íslandi þegar að þeir ákváðu að fara en upplifað það sem tækifæri að fara til Noregs og samfélagið þar vera betra. Guðbjört hélt erindi um rannsókn sína á málþingi Mannfræðifélags Íslands sem haldið var í Háskóla Íslands í gær. Frá hruni hefur fjöldi Íslendinga í Noregi ríflega tvöfaldast. Í ársbyrjun 2008 voru þeir rúmlega 3.700 en voru í byrjun árs 2014 orðnir rúmlega 8.700. Guðbjört segir flestum þeirra sem farið hafa til Noregs líða vel þar. „Það náttúrulega fer svolítið eftir hvort það hefur verið að læra kannski á Norðurlöndunum eða er með góða sænsku, norsku eða dönsku fyrir hversu auðvelt það er til dæmis að ná norskunni.“ Guðbjört segir suma þó vilja koma aftur til Íslands en þeir telji sig í raun vera fasta úti og ekki geta það. „Þá langar heim til fjölskyldu og vina en sumir bara geta ekki hugsað sér að fara í íslenskt samfélag og svo er náttúrulega ekki atvinna og tækifæri fyrir hendi og miklu lægri tekjur,“ segir Guðbjört. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Íslendingar sem vilja flytja heim frá Noregi segja atvinnutækifæri skorta hér á landi og þeir séu því fastir í Noregi. Flestum Íslendingum sem fluttu þangað eftir hrun líður þó vel í Noregi og hafa aðlagst ágætlega. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Guðbjartar Guðjónsdóttur doktorsnema í mannfræði. Hún hitti Íslendinga í Noregi og tók viðtöl við þá árið 2012 og 2013. Hún skoðaði sérstaklega ástæður þess að þeir ákváðu flytja þangað. „Það var mjög oft náttúrulega að hrunið kom einhvern veginn inn í, fjárhagserfiðleikar eða atvinnuleysi en ekki hjá öllum og það var oft einhverjir aðrir þættir sem að spiluðu líka inn í. Þannig að fólk var líka búið að ákveða kannski að fara fyrir en svo var bara Noregur í boði eftir hrun af því það var ekki vinnu að fá annars staðar. Svo var líka fólk sem að upplifði bara íslenskt samfélag sem svo neikvætt. Það var svo mikil reiði. Það var svo ömurleg umræða,“ segir Guðbjört. Þá hafi sumir jafnvel haft það fínt fjárhagslega á Íslandi þegar að þeir ákváðu að fara en upplifað það sem tækifæri að fara til Noregs og samfélagið þar vera betra. Guðbjört hélt erindi um rannsókn sína á málþingi Mannfræðifélags Íslands sem haldið var í Háskóla Íslands í gær. Frá hruni hefur fjöldi Íslendinga í Noregi ríflega tvöfaldast. Í ársbyrjun 2008 voru þeir rúmlega 3.700 en voru í byrjun árs 2014 orðnir rúmlega 8.700. Guðbjört segir flestum þeirra sem farið hafa til Noregs líða vel þar. „Það náttúrulega fer svolítið eftir hvort það hefur verið að læra kannski á Norðurlöndunum eða er með góða sænsku, norsku eða dönsku fyrir hversu auðvelt það er til dæmis að ná norskunni.“ Guðbjört segir suma þó vilja koma aftur til Íslands en þeir telji sig í raun vera fasta úti og ekki geta það. „Þá langar heim til fjölskyldu og vina en sumir bara geta ekki hugsað sér að fara í íslenskt samfélag og svo er náttúrulega ekki atvinna og tækifæri fyrir hendi og miklu lægri tekjur,“ segir Guðbjört.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira