Refum er tekið að fækka Birta Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 21:00 Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.” Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.”
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira