Refum er tekið að fækka Birta Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 21:00 Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.” Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.”
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira