Innlent

Ný bæjarstjórn í Hornafirði

Fulltrúar Þriðja framboðsins og Sjálfstæðisflokksins mynda meirihluta í Hornafirði.
Fulltrúar Þriðja framboðsins og Sjálfstæðisflokksins mynda meirihluta í Hornafirði.
Bæjarfulltrúar Þriðja framboðsins og Sjálfstæðisflokksins hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Í yfirlýsingu frá framboðunum segir að meginmarkmið nýrrar bæjarstjórnar verði að viðhalda og efla grunnþjónustu við íbúa.

„Aukið gegnsæi og íbúalýðræði verður eitt af leiðarljósum í starfi bæjarstjórnar. Leitast skal við að hafa gott samstarf milli allra bæjarfulltrúa óháð flokki og tryggja að sjónarmið allra komi að borðinu,“ segir í yfirlýsingunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×