Dikta í stúdíói í Þýskalandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2014 09:30 „Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóðritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufuupptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Haukur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“ Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóðritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufuupptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Haukur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira