Innlent

Árekstur strætisvagns og jeppa á Kringlumýrarbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Snorri Jökull Egilsson
Umferðarslys varð í kvöld þar sem strætisvagn og jeppi lentu saman á horni Listabrautar og Kringlumýrarbrautar. Áreksturinn varð laust fyrir hálf tíu í kvöld.

Ökumaður jeppans var einn á ferð og engir farþegar í strætisvagninum. Hvorugan sakaði í árekstrinum. Lögregla var kölluð á vettvang og fór ökumaður jeppans á slysadeild.

Snorri Jökull Egilsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×