Kennarar við Háskóla Íslands hafa samþykkt verkfall. 502 kennarar sögðu já við verkfalli en nei sögðu 104. 920 manns eru á kjörskrá og 606 manns kusu í atkvæðagreiðslunni.
Jörundur Guðmundsson sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að verkfallið myndi fara fram 25. apríl til 10. maí, á lögbundnum próftíma.
Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og lauk í gær.
Kjörgengir voru akademískir starfsmenn, lektorar, dósentar, aðjúnktar I, aðjúnktar II, sérfræðingar, fræðimenn, vísindamenn og háskólamenntað starfsfólk í stjórnsýslu, framhaldsnemar við HÍ og tengdar stofnanir.
Háskólakennarar samþykkja verkfall

Tengdar fréttir

Lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðir háskólakennara
Stjórn félags prófessora við ríkisháskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirstandandi aðgerða Félags háskólakennara í kjaramálum.