Rússar fá ekki að kjósa í Evrópuráðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Í sal þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Ísland var eitt stofnríkja Evrópuráðsins árið 1949. Ráðið er opið öllum evrópskum réttarríkjum sem virða grundvallarmannréttindi. Nordicphotos/AFP Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira