Tók myndbandið upp í stofunni heima hjá sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 21:00 "Mesta verkið var trúlega að tæma hillurnar og raða í þær aftur eftir tökur," segir Harald Haraldsson sem leikstýrði myndbandi dúettsins Barregaard&Briem við lagið Love With You en myndbandið hefur vakið athygli á ýmsum vígstöðum síðan það var frumsýnt hér á Vísi fyrir um mánuði síðan. Fyrir viku var myndbandið valið á forsíðu hinnar vinsælu Vimeo-síðu og yfir fjörutíu þúsund manns sáu það þar. Þá hafa umfjallanir um myndbandið birst á hönnunarsíðunum Dezeen.com og The Creators Project sem báðar hæla verkinu. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Harald gerir en hann er menntaður rafmagns-og tölvuverkfræðingur. "Gerð myndbandsins var frekar einföld. Það var tekið upp á einni kvöldstund, að mestu í stofunni heima. Fyrst tók ég upp söngvarann og leikkonuna í stúdíói hjá mér. Svo fór ég heim og varpaði myndbandinu á tómar hillurnar," segir Harald en þannig mynduðust skemmtilegir skuggar. "Það er notkunin á hillunum sem hefur vakið athygli í hönnunarheiminum. Mér datt þetta nú bara í hug einn daginn þar sem ég sat inn í stofu og horfði á hillurnar. Mig grunaði að þetta myndi vekja einhverja athygli." Hér að ofan getur þú séð myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ en þú getur líka séð það á YouTube.Harald starfar sjálfstætt og hefur einbeitt sér að stórum verkefnum fyrir auglýsingageirann. Hann hefur meðal annars leikstýrt tæknilegum auglýsingum fyrir Símann og Airwaves-tónlistarhátíðina. "Ég fór í framhaldsnám til Tókýó þar sem ég sérhæfði mig í tölvusjón, innan rafmagns-og tölvuverkfræðinnar, sem meðal annars er tæknin sem er notuð til að þróa vélmenni og sjálfvirka bíla. Ég reyni að nýta þessa tækni á skapandi hátt. Nú vona ég bara að lagið sjálft fái jafn mikla athygli og myndbandið því það er sannkallaður poppsmellur."Tengdar greinar:Nýtt myndband Baaregaard & Briem frumsýnt á Vísi.Hér er mynd úr auglýsingu sem Harald gerði fyrir Símann. Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
"Mesta verkið var trúlega að tæma hillurnar og raða í þær aftur eftir tökur," segir Harald Haraldsson sem leikstýrði myndbandi dúettsins Barregaard&Briem við lagið Love With You en myndbandið hefur vakið athygli á ýmsum vígstöðum síðan það var frumsýnt hér á Vísi fyrir um mánuði síðan. Fyrir viku var myndbandið valið á forsíðu hinnar vinsælu Vimeo-síðu og yfir fjörutíu þúsund manns sáu það þar. Þá hafa umfjallanir um myndbandið birst á hönnunarsíðunum Dezeen.com og The Creators Project sem báðar hæla verkinu. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Harald gerir en hann er menntaður rafmagns-og tölvuverkfræðingur. "Gerð myndbandsins var frekar einföld. Það var tekið upp á einni kvöldstund, að mestu í stofunni heima. Fyrst tók ég upp söngvarann og leikkonuna í stúdíói hjá mér. Svo fór ég heim og varpaði myndbandinu á tómar hillurnar," segir Harald en þannig mynduðust skemmtilegir skuggar. "Það er notkunin á hillunum sem hefur vakið athygli í hönnunarheiminum. Mér datt þetta nú bara í hug einn daginn þar sem ég sat inn í stofu og horfði á hillurnar. Mig grunaði að þetta myndi vekja einhverja athygli." Hér að ofan getur þú séð myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ en þú getur líka séð það á YouTube.Harald starfar sjálfstætt og hefur einbeitt sér að stórum verkefnum fyrir auglýsingageirann. Hann hefur meðal annars leikstýrt tæknilegum auglýsingum fyrir Símann og Airwaves-tónlistarhátíðina. "Ég fór í framhaldsnám til Tókýó þar sem ég sérhæfði mig í tölvusjón, innan rafmagns-og tölvuverkfræðinnar, sem meðal annars er tæknin sem er notuð til að þróa vélmenni og sjálfvirka bíla. Ég reyni að nýta þessa tækni á skapandi hátt. Nú vona ég bara að lagið sjálft fái jafn mikla athygli og myndbandið því það er sannkallaður poppsmellur."Tengdar greinar:Nýtt myndband Baaregaard & Briem frumsýnt á Vísi.Hér er mynd úr auglýsingu sem Harald gerði fyrir Símann.
Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira