Hlægilega lágar bætur Erla Hlynsdóttir skrifar 21. janúar 2013 20:27 Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. Þetta byrjaði allt með því að Páll leitaði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands árið 2011 eftir að hafa slasast á hendi. Það var mögrum mánuðum síðar sem hann komst að því að læknisheimsóknin hans hafði blandast inn í deilur tveggja lækna, deilu sem síðar var tekin fyrir af siðanefnd Læknafélagsins. Fyrir mistök birtist kafli úr sjúkdómsgreiningu Páls í úrskurði siðanefndar, í Læknablaðinu. „Það var í raun og veru læknir sem gat gefið út vottorð um að ég væri vitlaus - hann gerði það, þeir tóku mark á því og gáfu það út opinberlega," segir Páll. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Hann stefndi bæði Læknafélaginu og ritstjóra Læknablaðsins, og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness í málinu fyrir helgi.Þetta eru 300 þúsund krónur sem þú færð í bætur, hvað finnst þér um þessa upphæð? „Hlægileg. Hún nær ekki vikulaunum lækna. Ef að sjúkraskrár eiga að vera opnar og þetta eigi að skapa fordæmi um það, hvað yrði gert ef svona lagað gerist, ég held að enginn vilji það," segir Páll. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn komi ekki á óvart. Læknafélagið hafi þegar viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið Pál afsökunar. Hinsvegar hafi félagið hafa haft efasemdir um greiðslu miskabóta. Dómurinn hefur enn ekki verið ræddur í stjórn Læknafélagsins. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. Þetta byrjaði allt með því að Páll leitaði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands árið 2011 eftir að hafa slasast á hendi. Það var mögrum mánuðum síðar sem hann komst að því að læknisheimsóknin hans hafði blandast inn í deilur tveggja lækna, deilu sem síðar var tekin fyrir af siðanefnd Læknafélagsins. Fyrir mistök birtist kafli úr sjúkdómsgreiningu Páls í úrskurði siðanefndar, í Læknablaðinu. „Það var í raun og veru læknir sem gat gefið út vottorð um að ég væri vitlaus - hann gerði það, þeir tóku mark á því og gáfu það út opinberlega," segir Páll. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Hann stefndi bæði Læknafélaginu og ritstjóra Læknablaðsins, og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness í málinu fyrir helgi.Þetta eru 300 þúsund krónur sem þú færð í bætur, hvað finnst þér um þessa upphæð? „Hlægileg. Hún nær ekki vikulaunum lækna. Ef að sjúkraskrár eiga að vera opnar og þetta eigi að skapa fordæmi um það, hvað yrði gert ef svona lagað gerist, ég held að enginn vilji það," segir Páll. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn komi ekki á óvart. Læknafélagið hafi þegar viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið Pál afsökunar. Hinsvegar hafi félagið hafa haft efasemdir um greiðslu miskabóta. Dómurinn hefur enn ekki verið ræddur í stjórn Læknafélagsins.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira