Djúpið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. september 2013 10:19 Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í Djúpinu. Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru tilnefningarnar fimm og koma myndirnar frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Sérstök dómnefnd valdi framlag Íslands úr flokki íslenskra kvikmynda sem voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Handritið skrifaði Baltasar ásamt Jóni Atla Jónassyni og framleiðendur eru auk Baltasars, Agnes Johansen og Egil Ødegård. Sigurvegari Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, sem hlýtur að launum 350 þúsund danskar krónur, eða um 7.5 milljónir íslenskra króna, er sögð í tilkynningu eiga að vera framúrskarandi hvað varðar listrænan frumleika og flétta saman á fágaðan máta undirstöðuatriði kvikmyndalistarinnar svo úr verði sannfærandi heild. Að mati dómnefnda hafa þær fimm myndir sem tilnefndar eru að þessu sinni til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs einmitt þessa kosti til að bera, en myndirnar fimm eru: JAGTEN (THE HUNT) - Danmörk Kvikmynd eftir Thomas Vinterberg (leikstjóri), Tobias Lindholm og Thomas Vinterberg (handritshöfundur) and Sisse Graum Jørgensen og Morten Kaufmann (framleiðendur). KERRON SINULLE KAIKEN (OPEN TO ME) - Finnland Kvikmynd eftir Simo Halinen (leikstjóri), Simo Halinen (handritshöfundur) og Liisa Penttilä (framleiðandi). DJÚPIÐ (THE DEEP) - Ísland Kvikmynd eftir Baltasar Kormák (leikstjóri), Jón Atla Jónasson, Baltasar Kormák (handritshöfundar) og Agnesi Johansen og Baltasar Kormák (framleiðendur). SOM DU SER MEG (I BELONG) - Noregur Kvikmynd eftir Dag Johan Haugerud (leikstjóri), Dag Johan Haugerud (handritshöfundur) and Yngve Sæther (framleiðandi). ÄTA SOVA DÖ (EAT SLEEP DIE) - Svíþjóð Kvikmynd eftir Gabriela Pichler (leikstjóri), Gabriela Pichler (handritshöfundur) and China Åhlander (framleiðandi). Tilkynnt verður um sigurvegarana í ár þann 30. október. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru tilnefningarnar fimm og koma myndirnar frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Sérstök dómnefnd valdi framlag Íslands úr flokki íslenskra kvikmynda sem voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Handritið skrifaði Baltasar ásamt Jóni Atla Jónassyni og framleiðendur eru auk Baltasars, Agnes Johansen og Egil Ødegård. Sigurvegari Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, sem hlýtur að launum 350 þúsund danskar krónur, eða um 7.5 milljónir íslenskra króna, er sögð í tilkynningu eiga að vera framúrskarandi hvað varðar listrænan frumleika og flétta saman á fágaðan máta undirstöðuatriði kvikmyndalistarinnar svo úr verði sannfærandi heild. Að mati dómnefnda hafa þær fimm myndir sem tilnefndar eru að þessu sinni til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs einmitt þessa kosti til að bera, en myndirnar fimm eru: JAGTEN (THE HUNT) - Danmörk Kvikmynd eftir Thomas Vinterberg (leikstjóri), Tobias Lindholm og Thomas Vinterberg (handritshöfundur) and Sisse Graum Jørgensen og Morten Kaufmann (framleiðendur). KERRON SINULLE KAIKEN (OPEN TO ME) - Finnland Kvikmynd eftir Simo Halinen (leikstjóri), Simo Halinen (handritshöfundur) og Liisa Penttilä (framleiðandi). DJÚPIÐ (THE DEEP) - Ísland Kvikmynd eftir Baltasar Kormák (leikstjóri), Jón Atla Jónasson, Baltasar Kormák (handritshöfundar) og Agnesi Johansen og Baltasar Kormák (framleiðendur). SOM DU SER MEG (I BELONG) - Noregur Kvikmynd eftir Dag Johan Haugerud (leikstjóri), Dag Johan Haugerud (handritshöfundur) and Yngve Sæther (framleiðandi). ÄTA SOVA DÖ (EAT SLEEP DIE) - Svíþjóð Kvikmynd eftir Gabriela Pichler (leikstjóri), Gabriela Pichler (handritshöfundur) and China Åhlander (framleiðandi). Tilkynnt verður um sigurvegarana í ár þann 30. október.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira