Pabbi passar Pascal Pinon 4. janúar 2013 08:00 Systurnar spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. fréttablaðið/Stefán „Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Ákadóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá með upptökustjóra.“ Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrjuðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í biðstöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við vorum í skólanum og svona.“ Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blásaranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir. „Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu poppstússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar vel.“ Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Ákadóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá með upptökustjóra.“ Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrjuðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í biðstöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við vorum í skólanum og svona.“ Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blásaranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir. „Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu poppstússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar vel.“
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira