Risavaxin vélmenni mæta skrímslum Sara McMahon skrifar 18. júlí 2013 10:00 Kvikmyndin Pacific Rim skartar Charlie Hunnam, Rinko Kikuchi og Idris Elba í aðalhlutverkum. Myndin þykir mikið sjónarspil. Stórmyndin Pacific Rim gerist árið 2020 og segir frá því er risavaxin skrímsli frá annarri vídd ráðast á jörðina í þeim tilgangi að taka yfir þær náttúruauðlindir sem hér eru og útrýma mannfólkinu um leið. Til varnar þessum óvættum, sem kallast kaiju, taka þjóðir heimsins höndum saman og hrinda í framkvæmd verkefni er kallast Jaeger-áætlunin. Verkefnið felur í sér hönnun og smíði vélmenna sem eiga að vera jafnoki skrímslanna. Í fyrstu virðist áætlunin ætla að ganga upp en síðan fer aftur að síga á ógæfuhlið mannfólksins. Þótt útlitið sé svart ákveður Stacker Pentecost, yfirmaður Jaeger-deildarinnar, að berjast til síðasta vélmennis, í orðsins fyllstu merkingu, og fær til liðs við sig flugmann að nafni Raleigh Becket. Becket þessi hafði áður stýrt vélmenninu Gipsy Danger ásamt bróður sínum, en hætti störfum eftir andlát bróður síns. Úr verður að Becket stýrir Gipsy Danger ásamt Mako Mori, ættleiddri dóttur Pentecosts, og ætla þau að verjast eins lengi og þeim er það unnt. Það er mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro sem leikstýrir kvikmyndinni, en hann er hvað þekktastur fyrir ævintýrahrollvekjuna Pan‘s Labyrinth. Með helstu aðalhlutverk fara bresku leikararnir Charlie Hunnam og Idris Elba, ásamt japönsku leikkonunni Rinko Kikuchi. Del Toro segist hafa valið Hunnam í hlutverk Beckets því honum þótti hann einlægur og vinalegur í fasi. „Hann er týpa sem fólk samsamar sig. Sem áhorfandi hugsa ég: Ég kann vel við þennan náunga, ég væri til í að fá mér nokkra bjóra með honum,“ sagði del Toro. Hann hrósaði jafnframt aðalleikkonu sinni, Kikuchi, og sagði hana hafa staðið sig eins og hetju á meðan á tökum stóð. „Hún var sú eina sem kvartaði aldrei undan líkamlegu álagi við tökur. Ég spurði hana hvert leyndarmál hennar væri og hún sagðist hugsa um gúmmíbirni og blóm. Ég geri það sjálfur í dag,“ sagði leikstjórinn. Kvikmyndin fékk 71 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7,9 í einkunn á Imdb.com. Kvikmyndarýnar segja myndina vera „fáránlega góða skemmtun“ og mikið sjónarspil. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Stórmyndin Pacific Rim gerist árið 2020 og segir frá því er risavaxin skrímsli frá annarri vídd ráðast á jörðina í þeim tilgangi að taka yfir þær náttúruauðlindir sem hér eru og útrýma mannfólkinu um leið. Til varnar þessum óvættum, sem kallast kaiju, taka þjóðir heimsins höndum saman og hrinda í framkvæmd verkefni er kallast Jaeger-áætlunin. Verkefnið felur í sér hönnun og smíði vélmenna sem eiga að vera jafnoki skrímslanna. Í fyrstu virðist áætlunin ætla að ganga upp en síðan fer aftur að síga á ógæfuhlið mannfólksins. Þótt útlitið sé svart ákveður Stacker Pentecost, yfirmaður Jaeger-deildarinnar, að berjast til síðasta vélmennis, í orðsins fyllstu merkingu, og fær til liðs við sig flugmann að nafni Raleigh Becket. Becket þessi hafði áður stýrt vélmenninu Gipsy Danger ásamt bróður sínum, en hætti störfum eftir andlát bróður síns. Úr verður að Becket stýrir Gipsy Danger ásamt Mako Mori, ættleiddri dóttur Pentecosts, og ætla þau að verjast eins lengi og þeim er það unnt. Það er mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro sem leikstýrir kvikmyndinni, en hann er hvað þekktastur fyrir ævintýrahrollvekjuna Pan‘s Labyrinth. Með helstu aðalhlutverk fara bresku leikararnir Charlie Hunnam og Idris Elba, ásamt japönsku leikkonunni Rinko Kikuchi. Del Toro segist hafa valið Hunnam í hlutverk Beckets því honum þótti hann einlægur og vinalegur í fasi. „Hann er týpa sem fólk samsamar sig. Sem áhorfandi hugsa ég: Ég kann vel við þennan náunga, ég væri til í að fá mér nokkra bjóra með honum,“ sagði del Toro. Hann hrósaði jafnframt aðalleikkonu sinni, Kikuchi, og sagði hana hafa staðið sig eins og hetju á meðan á tökum stóð. „Hún var sú eina sem kvartaði aldrei undan líkamlegu álagi við tökur. Ég spurði hana hvert leyndarmál hennar væri og hún sagðist hugsa um gúmmíbirni og blóm. Ég geri það sjálfur í dag,“ sagði leikstjórinn. Kvikmyndin fékk 71 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7,9 í einkunn á Imdb.com. Kvikmyndarýnar segja myndina vera „fáránlega góða skemmtun“ og mikið sjónarspil.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira