Tökum á París norðursins að ljúka Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 10:00 g Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira