Tugur barnaníðinga á leið út í samfélagið Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 12:33 Fyrir tíu árum var fangelsisvist barnaníðinga í fangelsi algert víti. Nú er sérstakur gangur á Litla Hrauni þar sem þeir eru saman vistaðir. Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.Farnir að mynda hópa innan veggja fangelsa Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot. Árið 2000 afplánuðu 10 fangelsisrefsingu fyrir slík brot. Árið 2012 voru þeir orðnir 47. Það er aukning upp á 370 prósent. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir stefna í óefni. Í kringum aldamótin vorum við með tvo til þrjá einstaklinga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Nú erum við kannski með tíu til fimmtán. Þetta er gríðarleg fjölgun. „Þetta er allt annar veruleiki í dag, veruleiki sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Við erum með í fangelsi sérstakan gang þar sem eru tíu kynferðisbrotamenn gegn börnum, saman vistaðir. Þetta er algerlega nýtt. Fyrir tíu til fimmtán árum var dvöl þeirra í fangelsi hrein martröð og skelfing; lagðir í einelti og fangelsisvist þeirra var algert víti. Það er svo sem svo ennþá en með auknum fjölda breytist þetta. Þeir fara að mynda hópa innan fangelsins.“Útilokaðir geta þeir reynst hættulegri Þetta er hættuástand. „Ef viðbrögð samfélagsins eru þannig að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið er sú hætta fyrir hendi að þeir fyllist biturð, geta hvergi höfði sínu hallað og geta þá orðið hættulegri en ella.“ Í Fréttatímanum var sagt af dæmdum barnaníðingi sem var sagt upp störfum hjá Kynnisferðum fyrr í þessum mánuði vegna ábendingar um að hann væri dæmdur barnaníðingur. Meginspurningin sem samfélagið verður að takast á við er hvernig eigi að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Samfélagið er einhuga um þarna að um mjög alvarleg brot er að ræða. Þungar refsingar hafa verið svarið. En við höfum mjög lítið horfst í augu við það að þessir einstaklingar snúa aftur út í samfélagið. Spurningin er: Hvernig ætlum við að taka á móti þeim þegar þeir koma út? Eiga þeir að eiga afturkvæmt í samfélagið sem vinnandi borgarar eða viljum við loka þá í fangelsi til æviloka?“Verðum að svara spurningunni Helgi spyr áfram og spurningarnar eru ekki auðveldar viðureignar: „Við verðum að horfast í augu við þetta; hvernig þeir eiga að koma til baka eftir langa afplánun. Þeir þurfa að geta á einhvern hátt aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við megum ekki tapa okkur í einhverri múgæsingu yfir þeim. En, á sama tíma verðum við að áhættumeta þetta og sannarlega fylgjast með þeim sem eru hættulegir umhverfi sínu.“ Helgi segir þessa umræðu verða að fara fram í öllu samfélaginu en að henni verði einnig að koma fagaðilar sem þekkja til þessara brota. Vinna verði með þessum einstaklingum og fylgja út í samfélagið með eftirliti og stuðningi. Reyna þannig að draga úr áhættuþáttum; að þeir brjóti af sér aftur. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.Farnir að mynda hópa innan veggja fangelsa Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot. Árið 2000 afplánuðu 10 fangelsisrefsingu fyrir slík brot. Árið 2012 voru þeir orðnir 47. Það er aukning upp á 370 prósent. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir stefna í óefni. Í kringum aldamótin vorum við með tvo til þrjá einstaklinga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Nú erum við kannski með tíu til fimmtán. Þetta er gríðarleg fjölgun. „Þetta er allt annar veruleiki í dag, veruleiki sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Við erum með í fangelsi sérstakan gang þar sem eru tíu kynferðisbrotamenn gegn börnum, saman vistaðir. Þetta er algerlega nýtt. Fyrir tíu til fimmtán árum var dvöl þeirra í fangelsi hrein martröð og skelfing; lagðir í einelti og fangelsisvist þeirra var algert víti. Það er svo sem svo ennþá en með auknum fjölda breytist þetta. Þeir fara að mynda hópa innan fangelsins.“Útilokaðir geta þeir reynst hættulegri Þetta er hættuástand. „Ef viðbrögð samfélagsins eru þannig að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið er sú hætta fyrir hendi að þeir fyllist biturð, geta hvergi höfði sínu hallað og geta þá orðið hættulegri en ella.“ Í Fréttatímanum var sagt af dæmdum barnaníðingi sem var sagt upp störfum hjá Kynnisferðum fyrr í þessum mánuði vegna ábendingar um að hann væri dæmdur barnaníðingur. Meginspurningin sem samfélagið verður að takast á við er hvernig eigi að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Samfélagið er einhuga um þarna að um mjög alvarleg brot er að ræða. Þungar refsingar hafa verið svarið. En við höfum mjög lítið horfst í augu við það að þessir einstaklingar snúa aftur út í samfélagið. Spurningin er: Hvernig ætlum við að taka á móti þeim þegar þeir koma út? Eiga þeir að eiga afturkvæmt í samfélagið sem vinnandi borgarar eða viljum við loka þá í fangelsi til æviloka?“Verðum að svara spurningunni Helgi spyr áfram og spurningarnar eru ekki auðveldar viðureignar: „Við verðum að horfast í augu við þetta; hvernig þeir eiga að koma til baka eftir langa afplánun. Þeir þurfa að geta á einhvern hátt aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við megum ekki tapa okkur í einhverri múgæsingu yfir þeim. En, á sama tíma verðum við að áhættumeta þetta og sannarlega fylgjast með þeim sem eru hættulegir umhverfi sínu.“ Helgi segir þessa umræðu verða að fara fram í öllu samfélaginu en að henni verði einnig að koma fagaðilar sem þekkja til þessara brota. Vinna verði með þessum einstaklingum og fylgja út í samfélagið með eftirliti og stuðningi. Reyna þannig að draga úr áhættuþáttum; að þeir brjóti af sér aftur.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira