Tugur barnaníðinga á leið út í samfélagið Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 12:33 Fyrir tíu árum var fangelsisvist barnaníðinga í fangelsi algert víti. Nú er sérstakur gangur á Litla Hrauni þar sem þeir eru saman vistaðir. Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.Farnir að mynda hópa innan veggja fangelsa Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot. Árið 2000 afplánuðu 10 fangelsisrefsingu fyrir slík brot. Árið 2012 voru þeir orðnir 47. Það er aukning upp á 370 prósent. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir stefna í óefni. Í kringum aldamótin vorum við með tvo til þrjá einstaklinga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Nú erum við kannski með tíu til fimmtán. Þetta er gríðarleg fjölgun. „Þetta er allt annar veruleiki í dag, veruleiki sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Við erum með í fangelsi sérstakan gang þar sem eru tíu kynferðisbrotamenn gegn börnum, saman vistaðir. Þetta er algerlega nýtt. Fyrir tíu til fimmtán árum var dvöl þeirra í fangelsi hrein martröð og skelfing; lagðir í einelti og fangelsisvist þeirra var algert víti. Það er svo sem svo ennþá en með auknum fjölda breytist þetta. Þeir fara að mynda hópa innan fangelsins.“Útilokaðir geta þeir reynst hættulegri Þetta er hættuástand. „Ef viðbrögð samfélagsins eru þannig að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið er sú hætta fyrir hendi að þeir fyllist biturð, geta hvergi höfði sínu hallað og geta þá orðið hættulegri en ella.“ Í Fréttatímanum var sagt af dæmdum barnaníðingi sem var sagt upp störfum hjá Kynnisferðum fyrr í þessum mánuði vegna ábendingar um að hann væri dæmdur barnaníðingur. Meginspurningin sem samfélagið verður að takast á við er hvernig eigi að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Samfélagið er einhuga um þarna að um mjög alvarleg brot er að ræða. Þungar refsingar hafa verið svarið. En við höfum mjög lítið horfst í augu við það að þessir einstaklingar snúa aftur út í samfélagið. Spurningin er: Hvernig ætlum við að taka á móti þeim þegar þeir koma út? Eiga þeir að eiga afturkvæmt í samfélagið sem vinnandi borgarar eða viljum við loka þá í fangelsi til æviloka?“Verðum að svara spurningunni Helgi spyr áfram og spurningarnar eru ekki auðveldar viðureignar: „Við verðum að horfast í augu við þetta; hvernig þeir eiga að koma til baka eftir langa afplánun. Þeir þurfa að geta á einhvern hátt aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við megum ekki tapa okkur í einhverri múgæsingu yfir þeim. En, á sama tíma verðum við að áhættumeta þetta og sannarlega fylgjast með þeim sem eru hættulegir umhverfi sínu.“ Helgi segir þessa umræðu verða að fara fram í öllu samfélaginu en að henni verði einnig að koma fagaðilar sem þekkja til þessara brota. Vinna verði með þessum einstaklingum og fylgja út í samfélagið með eftirliti og stuðningi. Reyna þannig að draga úr áhættuþáttum; að þeir brjóti af sér aftur. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.Farnir að mynda hópa innan veggja fangelsa Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot. Árið 2000 afplánuðu 10 fangelsisrefsingu fyrir slík brot. Árið 2012 voru þeir orðnir 47. Það er aukning upp á 370 prósent. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir stefna í óefni. Í kringum aldamótin vorum við með tvo til þrjá einstaklinga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Nú erum við kannski með tíu til fimmtán. Þetta er gríðarleg fjölgun. „Þetta er allt annar veruleiki í dag, veruleiki sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Við erum með í fangelsi sérstakan gang þar sem eru tíu kynferðisbrotamenn gegn börnum, saman vistaðir. Þetta er algerlega nýtt. Fyrir tíu til fimmtán árum var dvöl þeirra í fangelsi hrein martröð og skelfing; lagðir í einelti og fangelsisvist þeirra var algert víti. Það er svo sem svo ennþá en með auknum fjölda breytist þetta. Þeir fara að mynda hópa innan fangelsins.“Útilokaðir geta þeir reynst hættulegri Þetta er hættuástand. „Ef viðbrögð samfélagsins eru þannig að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið er sú hætta fyrir hendi að þeir fyllist biturð, geta hvergi höfði sínu hallað og geta þá orðið hættulegri en ella.“ Í Fréttatímanum var sagt af dæmdum barnaníðingi sem var sagt upp störfum hjá Kynnisferðum fyrr í þessum mánuði vegna ábendingar um að hann væri dæmdur barnaníðingur. Meginspurningin sem samfélagið verður að takast á við er hvernig eigi að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Samfélagið er einhuga um þarna að um mjög alvarleg brot er að ræða. Þungar refsingar hafa verið svarið. En við höfum mjög lítið horfst í augu við það að þessir einstaklingar snúa aftur út í samfélagið. Spurningin er: Hvernig ætlum við að taka á móti þeim þegar þeir koma út? Eiga þeir að eiga afturkvæmt í samfélagið sem vinnandi borgarar eða viljum við loka þá í fangelsi til æviloka?“Verðum að svara spurningunni Helgi spyr áfram og spurningarnar eru ekki auðveldar viðureignar: „Við verðum að horfast í augu við þetta; hvernig þeir eiga að koma til baka eftir langa afplánun. Þeir þurfa að geta á einhvern hátt aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við megum ekki tapa okkur í einhverri múgæsingu yfir þeim. En, á sama tíma verðum við að áhættumeta þetta og sannarlega fylgjast með þeim sem eru hættulegir umhverfi sínu.“ Helgi segir þessa umræðu verða að fara fram í öllu samfélaginu en að henni verði einnig að koma fagaðilar sem þekkja til þessara brota. Vinna verði með þessum einstaklingum og fylgja út í samfélagið með eftirliti og stuðningi. Reyna þannig að draga úr áhættuþáttum; að þeir brjóti af sér aftur.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira