Frost keppir um Gylltu hauskúpuna Freyr Bjarnason skrifar 7. október 2013 07:00 Reynir Lyngdal og aðalleikkona Frosts, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, á frumsýningu myndarinnar. fréttablaðið/vilhelm „Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð. Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð.
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira