Líður vel á Íslandi Ása Ottesen skrifar 24. september 2013 10:00 Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona er nýlega flutt til Íslands eftir átta ára dvöl í London. Hún leikur rannsóknarlögreglukonu í sjónpvarpsþáttaröðinni Hraunið. Mynd/Börkur Sigþórsson „Ég leik rannsóknarlögreglukonu utan af landi sem er nýbyrjuð í starfinu. Hún er mjög áhugasöm og metnaðarfull, en á sama tíma frekar fljót á sér,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Hrauninu. Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009. Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með önnur hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir. Heiða Rún útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Drama Center í London fyrir þremur árum og er hlutverkið í Hrauninu hennar fyrsta íslenska hlutverk. Áður hafði hún farið með hlutverk í kvikmyndinni One Day, sem skartaði Anne Hathaway í aðalhlutverki, og í sakamálaþáttunum Jo, þar sem hún lék dóttur leikarans Jean Reno. Aðspurð viðurkennir hún að það sé skrítið að búa aftur á Íslandi eftir átta ára búsetu erlendis. „Ég viðurkenni að það kom kvíði í mig þegar ég tók ákvörðunina um að flytja heim til Íslands. En það var eiginlega bara fyrsta vikan sem var skrítin, eftir það leið mér rosalega vel.“ Heiða Rún ætlar að dvelja hér á landi um nokkra hríð og er bjartsýn á framhaldið. „Miðað við hvað við erum fámenn þá finnst mér margt spennandi í boði. Ég veit að ég mun fara aftur til London, en það er draumur minn að geta hoppað á milli og starfað á báðum stöðum,“ segir Heiða Rún að lokum. Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
„Ég leik rannsóknarlögreglukonu utan af landi sem er nýbyrjuð í starfinu. Hún er mjög áhugasöm og metnaðarfull, en á sama tíma frekar fljót á sér,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Hrauninu. Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009. Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með önnur hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir. Heiða Rún útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Drama Center í London fyrir þremur árum og er hlutverkið í Hrauninu hennar fyrsta íslenska hlutverk. Áður hafði hún farið með hlutverk í kvikmyndinni One Day, sem skartaði Anne Hathaway í aðalhlutverki, og í sakamálaþáttunum Jo, þar sem hún lék dóttur leikarans Jean Reno. Aðspurð viðurkennir hún að það sé skrítið að búa aftur á Íslandi eftir átta ára búsetu erlendis. „Ég viðurkenni að það kom kvíði í mig þegar ég tók ákvörðunina um að flytja heim til Íslands. En það var eiginlega bara fyrsta vikan sem var skrítin, eftir það leið mér rosalega vel.“ Heiða Rún ætlar að dvelja hér á landi um nokkra hríð og er bjartsýn á framhaldið. „Miðað við hvað við erum fámenn þá finnst mér margt spennandi í boði. Ég veit að ég mun fara aftur til London, en það er draumur minn að geta hoppað á milli og starfað á báðum stöðum,“ segir Heiða Rún að lokum.
Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Sjá meira