Kraftdrekar fyrir fullorðna Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2013 12:00 Geir Sverrisson og Hjörtur Eiríksson eru þaulreyndir í iðkun vetrarsports með kraftdrekum. Þeir lýsa eftir góðu, íslensku orði yfir "power glide“-sportið. mynd/stefán Íþrótta- og tölvukennarinn Geir Sverrisson nýtur þess að þjóta um heiðar landsins á snjóbretti sem hann knýr áfram með öflugum kraftdreka. Læra þarf sportið undir verndarvæng þaulreyndra aðila og virða dyntótta hegðan vindsins. „Snjóbretti með kraftdrekum sameina heillandi töfra vatna-, snjó- og vindsports. Maður nýtur frelsis í víðáttu náttúrunnar um leið og maður glímir við náttúruöflin og kemst jafn vítt og breitt og á vélsleða,“ segir Geir sem kolféll fyrir sportinu þegar vinur hans gaf honum kraftdreka. „Ég hafði alltaf verið iðinn í snjó- og vindsporti þegar vinur minn sagðist hafa fundið íþrótt sem hentaði mér fullkomlega. Mörgum kraftdrekum seinna er ég orðinn forfallinn iðkandi og stunda þetta helst tvisvar í viku þótt þessi góði vinur minn hafi ekki farið með mér nema í eitt einasta skipti,“ segir Geir og hlær.Vegalengdir verða að engu á kraftdrekum og Geir segir það skottúr að þjóta áfram frá Kömbunum að Skíðaskálanum í Hveradölum.mynd/úr einkasafniGeir á litla og stóra kraftdreka sem hann notar jafnt á skíðum, snjóbrettum og svo sjóbrettum yfir sumartímann. „Öryggis vegna er nauðsynlegt að sýna skynsemi við notkun drekanna og velja rétta stærð miðað við vindhraða. Þá útilokar maður hættu á að lenda í uppstreymi og fara of hátt, en auðvitað gerir maður sér leik að því að stökkva aðeins upp af jörðinni til að komast í nokkurra metra hæð og lenda í flugi sem getur orðið býsna langt,“ útskýrir Geir sem stundar kraftdrekasportið mestmegnis á jafnsléttu en í uppáhaldi eru Mosfellsheiði, Hellisheiði og svæðið að baki Bláfjalla. „Það er hægt að ná yfir hundrað kílómetra hraða á kraftdrekum en sjálfur hef ég mest mælt mig á sextíu kílómetra hraða. Drekanum er stjórnað eins og seglskútu, þvert á vindinn, því þannig nær maður að haga seglum eftir vindi og stýra drekanum til hægri, vinstri, upp í mót og niður eftir þörfum,“ segir Geir en þeir félagar, hann og Hjörtur Eiríksson, eru með þeim duglegri að stunda sportið.Geir segir byrjendur ekki fara á kraftdreka ef vindhraði er meiri en 6 m/s.mynd/úr einkasafni„Kraftdrekasport er jaðaríþrótt og það eru að hámarki tíu manns sem stunda þetta hér á landi enn sem komið er. Það tekur dálítinn tíma að læra réttu tökin en það er ekki líkamlega erfitt og mikilvægast er að gæta fyllsta öryggis,“ segir Geir og tekur fram að vetrarsport með kraftdrekum sé fullorðinsíþrótt fyrir lögráða einstaklinga. „Allt þarf þetta að lærast undir verndarvæng þaulreyndra aðila þar sem kraftdrekar eru ekki alveg hættulausir en þó ekki hættulegir ef farið er varlega. Maður þarf alltaf að vera varkár, virða vindinn og búast við hinu versta því aðstæður geta breyst skyndilega, ellegar eykst hætta á kæruleysismistökum. Það lærist fljótt að lesa í veðrið og með réttri kunnáttu og undirbúningi verður þetta öruggt og stórskemmtilegt vetrarsport.“Þeim sem hafa áhuga á að prófa kraftdrekasport er velkomið að setja sig í samband við Geir og Hjört á Facebook. Þá vill Geir benda á Kite-tilkynningaskylduna þar sem finna má upplýsingar um aðstæður og fróðleik og sjá hvert menn hyggjast fara. Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Íþrótta- og tölvukennarinn Geir Sverrisson nýtur þess að þjóta um heiðar landsins á snjóbretti sem hann knýr áfram með öflugum kraftdreka. Læra þarf sportið undir verndarvæng þaulreyndra aðila og virða dyntótta hegðan vindsins. „Snjóbretti með kraftdrekum sameina heillandi töfra vatna-, snjó- og vindsports. Maður nýtur frelsis í víðáttu náttúrunnar um leið og maður glímir við náttúruöflin og kemst jafn vítt og breitt og á vélsleða,“ segir Geir sem kolféll fyrir sportinu þegar vinur hans gaf honum kraftdreka. „Ég hafði alltaf verið iðinn í snjó- og vindsporti þegar vinur minn sagðist hafa fundið íþrótt sem hentaði mér fullkomlega. Mörgum kraftdrekum seinna er ég orðinn forfallinn iðkandi og stunda þetta helst tvisvar í viku þótt þessi góði vinur minn hafi ekki farið með mér nema í eitt einasta skipti,“ segir Geir og hlær.Vegalengdir verða að engu á kraftdrekum og Geir segir það skottúr að þjóta áfram frá Kömbunum að Skíðaskálanum í Hveradölum.mynd/úr einkasafniGeir á litla og stóra kraftdreka sem hann notar jafnt á skíðum, snjóbrettum og svo sjóbrettum yfir sumartímann. „Öryggis vegna er nauðsynlegt að sýna skynsemi við notkun drekanna og velja rétta stærð miðað við vindhraða. Þá útilokar maður hættu á að lenda í uppstreymi og fara of hátt, en auðvitað gerir maður sér leik að því að stökkva aðeins upp af jörðinni til að komast í nokkurra metra hæð og lenda í flugi sem getur orðið býsna langt,“ útskýrir Geir sem stundar kraftdrekasportið mestmegnis á jafnsléttu en í uppáhaldi eru Mosfellsheiði, Hellisheiði og svæðið að baki Bláfjalla. „Það er hægt að ná yfir hundrað kílómetra hraða á kraftdrekum en sjálfur hef ég mest mælt mig á sextíu kílómetra hraða. Drekanum er stjórnað eins og seglskútu, þvert á vindinn, því þannig nær maður að haga seglum eftir vindi og stýra drekanum til hægri, vinstri, upp í mót og niður eftir þörfum,“ segir Geir en þeir félagar, hann og Hjörtur Eiríksson, eru með þeim duglegri að stunda sportið.Geir segir byrjendur ekki fara á kraftdreka ef vindhraði er meiri en 6 m/s.mynd/úr einkasafni„Kraftdrekasport er jaðaríþrótt og það eru að hámarki tíu manns sem stunda þetta hér á landi enn sem komið er. Það tekur dálítinn tíma að læra réttu tökin en það er ekki líkamlega erfitt og mikilvægast er að gæta fyllsta öryggis,“ segir Geir og tekur fram að vetrarsport með kraftdrekum sé fullorðinsíþrótt fyrir lögráða einstaklinga. „Allt þarf þetta að lærast undir verndarvæng þaulreyndra aðila þar sem kraftdrekar eru ekki alveg hættulausir en þó ekki hættulegir ef farið er varlega. Maður þarf alltaf að vera varkár, virða vindinn og búast við hinu versta því aðstæður geta breyst skyndilega, ellegar eykst hætta á kæruleysismistökum. Það lærist fljótt að lesa í veðrið og með réttri kunnáttu og undirbúningi verður þetta öruggt og stórskemmtilegt vetrarsport.“Þeim sem hafa áhuga á að prófa kraftdrekasport er velkomið að setja sig í samband við Geir og Hjört á Facebook. Þá vill Geir benda á Kite-tilkynningaskylduna þar sem finna má upplýsingar um aðstæður og fróðleik og sjá hvert menn hyggjast fara.
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira