Lífið

Slysaðist til að búa til gallabuxur og veltir 20 milljörðum á ári

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Mikael Schiller er einn stofnenda Acne.
Mikael Schiller er einn stofnenda Acne.
Mikael Schiller, stjórnarformaður og einn stofnenda sænska tískurisans Acne Studios, er einn fyrirlesara sem hafa boðað komu sína á HönnunarMars. Acne hefur á skömmum tíma orðið að alþjóðlegu hátísku fyrirtæki með verslanir í Stokkhólmi, Tókýó, París, London, New York og Los Angeles.

„Það er fagnaðarefni að fá Mikael til landsins en saga fyrirtækisins er áhugaverð,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Acne verður til úr eins konar hönnunarkollektívi og auglýsingastofu sem hálfpartinn slysaðist til að búa til gallabuxur sem síðan slógu í gegn.“

Þema fyrirlestradagsins á HönnunarMars þar sem Mikael talar er að takast á við raunveruleikann. „Innlegg Mikaels á eftir að smellpassa inn í þessa umræðu þar sem hann kemur til með að segja frá vegferð fyrirtækisins frá því að vera á barmi gjaldþrots árið 2001 í að að velta yfir tuttugu milljörðum króna.“

Dagskrá fyrirlestradagsins á HönnunarMars er ekki af verri endanum en auk Mikaels koma fram Robert Wong hjá Google Creative Lab og Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, svo einhverjir séu nefndir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×