Fólk vill fá svör um skuldaniðurfellingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson segja aðgerðir koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Tímasetning fyrir umsóknir hefur ekki verið gefin upp. Mynd/Daníel Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“ Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira