Trentemöller og Diplo á Sónar Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. nóvember 2013 09:00 Trentemöller kemur fram ásamt hljómsveit á Sónar í febrúar. mynd/einkasafn „Listinn yfir þá listamenn sem fram koma er að verða mjög sterkur,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Danski popp- og raftónlistarsnillingurinn Trentemöller kemur fram á hátíðinni í ár en hann hefur átt viðburðaríkt ár. „Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem inniheldur mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu,“ útskýrir Björn. Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar í dag, listamaðurinn og plötusnúðurinn Diplo, kemur einnig fram á hátíðinni í ár. „Það er frábært að fá hann hingað og er spennandi að setja plötusnúð eins og Diplo í bílakjallara Hörpu.“ Þá ætlar söngvarinn Högni Egilsson að frumflytja sólóverkefni sitt HE á Sónar. Fyrsta sólóbreiðskífa HE lítur síðan dagsins ljós síðar á næsta ári. Högni kemur einnig fram á hátíðinni með hljómsveitinni Hjaltalín og Gluteus Maximus. Mikill áhugi er fyrir hátíðinni á erlendum vettvangi. Ein líflegasta tónleikasveit landsins, FM Belfast, hefur einnig staðfest komu sína á hátíðina í ár og mun koma fram í einum af stóru sölunum í Hörpu. „Við búumst við metfjölda erlendra gesta á hátíðina í ár og hafa rúmlega fjögur hundruð miðar selst til erlendra gesta nú þegar,“ segir Björn. Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram á midi.is og harpa.is. Sónar Reykjavík fer fram dagana 13.til 15. Febrúar í Hörpu. Sónar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Listinn yfir þá listamenn sem fram koma er að verða mjög sterkur,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Danski popp- og raftónlistarsnillingurinn Trentemöller kemur fram á hátíðinni í ár en hann hefur átt viðburðaríkt ár. „Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem inniheldur mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu,“ útskýrir Björn. Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar í dag, listamaðurinn og plötusnúðurinn Diplo, kemur einnig fram á hátíðinni í ár. „Það er frábært að fá hann hingað og er spennandi að setja plötusnúð eins og Diplo í bílakjallara Hörpu.“ Þá ætlar söngvarinn Högni Egilsson að frumflytja sólóverkefni sitt HE á Sónar. Fyrsta sólóbreiðskífa HE lítur síðan dagsins ljós síðar á næsta ári. Högni kemur einnig fram á hátíðinni með hljómsveitinni Hjaltalín og Gluteus Maximus. Mikill áhugi er fyrir hátíðinni á erlendum vettvangi. Ein líflegasta tónleikasveit landsins, FM Belfast, hefur einnig staðfest komu sína á hátíðina í ár og mun koma fram í einum af stóru sölunum í Hörpu. „Við búumst við metfjölda erlendra gesta á hátíðina í ár og hafa rúmlega fjögur hundruð miðar selst til erlendra gesta nú þegar,“ segir Björn. Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram á midi.is og harpa.is. Sónar Reykjavík fer fram dagana 13.til 15. Febrúar í Hörpu.
Sónar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira