Sýna unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. nóvember 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir segir jafnmikilvægt að læra að lesa myndmál og texta „Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar myndirnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda nú á dögunum. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoðað okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er markmiðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið myndmál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tjáningarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjallhvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nautabanar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikilvægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu. Andóf Pussy Riot Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
„Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar myndirnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda nú á dögunum. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoðað okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er markmiðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið myndmál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tjáningarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjallhvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nautabanar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikilvægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu.
Andóf Pussy Riot Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira